Auglýsingablaðið

1242. TBL 07. maí 2024

Auglýsingablað 1242. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 7. maí 2024.

 


Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2024

Dagana 10.–15. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi 1. bekk (börn fædd 2018) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga, skráning er ekki bindandi.
Skráning fer fram hjá ritara skólans á virkum dögum milli kl. 9:00-14:00 í síma 464-8100. Skólastjóri.

 


Lekaleit með drónum vikuna frestað til 13.-18. maí

Dagana 13.-18. maí munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu fyrir hönd Norðurorku. Lekaleitin fer m.a. fram í Eyjafjarðarsveit og þá í Hrafnagilshverfi, á Kristnesi og austan frá Kaupangi fram að Stóra Hamri. Lekaleitin verður gerð með drónum þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum sem og til að varpa ljósi á mögulegar viðhaldsþarfir. Myndir eru teknar úr þónokkurri hæð svo ekki er hægt að greina neina persónugreinanlega hluti á þeim. Gögnin munu afhendast Norðurorku og ekki fara í dreifingu út á við. ReSource International mun leitast eftir því að framkvæma verkið með öryggi og hag íbúa að leiðarljósi og þakkar fyrirfram sýndan skilning og þolinmæði.
Norðurorka.

 


Íþróttamiðstöðin - Fullt sumarstarf konu

Um er að ræða fullt sumarstarf konu, þar sem helstu verkefni eru öryggisgæsla í sundlaug, þjónusta og afgreiðsla viðskiptavina í íþróttamiðstöð og á tjaldsvæði og þrif skv. daglegum gátlistum.

Hæfniskröfur:
• Vera orðin 18 ára
• Geta staðist hæfnispróf sundstaða skv. reglugerð um öryggi á sundstöðum
• Hafa gott vald á íslensku og ensku
• Hafa góða athyglisgáfu
• Vera sjálfstæð í vinnubrögðum
• Geta sýnt yfirvegun undir álagi
• Hafa ríka þjónustulund
• Vera stundvís
• Vera jákvæð
• Hafa hreint sakavottorð

Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí. Umsóknir, ásamt kynningarbréfi, ferilsskrá og lista yfir meðmælendur skulu sendar á netfangið karlj@esveit.is
Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í síma 691-6633 á vinnutíma.



Tjaldsvæðið og eignasjóður

Um er að ræða starf tjaldvarðar.
Helstu verkefni eru m.a.:

Umsjón og umhirða tjaldsvæðis og þjónusta við gesti
• Þrif á aðstöðu tjaldsvæðis
• Sláttur
• Vaktir á gámasvæði
• Önnur verkefni
Hæfniskröfur:
• Umsækjendur verða að vera orðnir 20 ára
• Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð
• Mikil þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Hafa gott vald á íslensku og ensku
• Stundvísi
• Jákvæðni

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí. Umsóknir, ásamt kynningarbréfi, ferilsskrá og lista yfir meðmælendur skulu sendar á netfangið karlj@esveit.is. Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í síma 691-6633 á vinnutíma.

 


Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Skólinn hefur skapað sér afar gott orðspor í gegnum tíðina og samanstendur af frábærum mannauði. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.

Grunnskólakennari á miðstig
Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða umsjónarkennarastöðu á miðstigi.

Grunnskólakennari á unglingastig
Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2024. Starfið felur aðallega í sér stærðfræðikennslu og umsjón með bekk á unglingastigi.

Menntunar- og hæfniskröfur:
➢ Hefur kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
➢ Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda.
➢ Sýnir metnað fyrir hönd nemenda.
➢ Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk.
➢ Sýnir árangur í starfi.
➢ Hefur hæfni í mannlegum samskiptum.
➢ Sýnir frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
➢ Hefur gott orðspor og krafa er um að framkoma og athafnir á vinnustað samrýmist starfinu.

Laun kennara eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

Skólaliði og starfsmaður í frístund
Inn í öflugan og skemmtilegan starfsmannahóp Hrafnagilsskóla vantar skólaliða og starfsmann í frístund næsta skólaár.

Leitað er eftir starfsmanni sem:
➢ Sýnir metnað í starfi.
➢ Er fær og lipur í samskiptum.
➢ Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
➢ Er lausnamiðaður.

Forstöðumaður frístundar
Óskum eftir að ráða forstöðumann frístundar í hlutastarf frá 1. ágúst 2024. Forstöðumaður frístundar starfar undir stjórn skólastjóra. Hann ber faglega ábyrgð á starfsemi frístundar, er verkstjóri og næsti yfirmaður starfsmanna í frístund. Hann hefur umsjón með skráningu barna og stendur skil á innheimtulistum. Uppeldismenntun er æskileg.

Leitað er eftir starfsmanni sem:
➢ Hefur reynslu af starfi með börnum.
➢ Sýnir metnað í starfi.
➢ Er fær og lipur í samskiptum.
➢ Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
➢ Getur leyst mál í samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.
➢ Hefur gott orðspor og gerð er krafa um að framkoma og athafnir á vinnustað sem samrýmist starfinu.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2024.

Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um stöður með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð með netpósti á netföngin hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.

 


Kvenfélagið Iðunn – Vorfundur í Laugarborg

Vorfundurinn okkar verður haldinn laugardaginn 25. maí kl. 11:00 í Laugarborg. Bröns, kaffi og kruðerý á boðstólum.
Fundarboð ásamt dagskrá verður send félagskonum í tölvupósti og sniglapósti. Skráning óskast á idunn@kvenfelag.is í síðasta lagi 20. maí.
Nýjar konur velkomnar – muna að skrá sig :-)
Vorkveðjur, stjórnin.

Getum við bætt efni síðunnar?