Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00.
á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. þeir sem
eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.
á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 29. mars 2011,
Emilía Baldursdóttir, ólafur Vagnsson, Níels Helgason
Blóðþrýstings- og blóðsykursmæling
Laugardaginn 9. apríl (kjördag) mun Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi
bjóða fría mælingu á blóðþrýstingi og blóðsykri. Hjúkrunarfræðingar verða í Hrafnagilsskóla og mun
þessi þjónusta verða í boði á meðan kjörstaður er opinn. Minnt er á að of hár blóðþrýstingur og
hækkun á blóðsykri geta leitt til alvarlegra sjúkdóma ef ekki er brugðist við í tíma. Allir eru hvattir til að nýta sér
þessa þjónustu.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi
Sunnudagaskólinn
Síðasta samvera vetrarins verður sunnudaginn 10. apríl í Hrafnagilsskóla milli kl. 11 og 12. þá ætlum við að ræða um
páskana og ýmislegt fleira. Svo minnum við á vorferðalagið okkar fram á Hólavatn en sú ferð verður farin sunnud. 8. maí.
Hún verður nánar auglýst þegar nær dregur. Hlökkum til að sjá ykkur.
Starfsfólk sunnudagaskólans
Fræðslukvöld
Foreldrafélög Hrafnagilsskóla og Krummakots minna á fyrirhugað fræðslukvöld með Hugó
þórissyni sálfræðingi, miðvikudagskvöldið 13. apríl kl. 20 í Hrafnagilsskóla. Allir foreldrar velkomnir.
Foreldrafélögin
Fundur um fjallskilamál
Fundur verður haldinn í Funaborg þriðjud. 12. apríl kl. 20 um fjallskilamál. á fundinum mun
ólafur Vagnsson kynna nýja fjallskilasamþykkt. þar er meðal annars þau nýmæli að sveitarstjórn er heimilt að láta gera við
afréttargirðingar á kostnað landeiganda hafi hann ekki orðið við kröfu sveitarstjórnar þess efnis.
Fjallskilanefnd
Deildarfundur Austur-Eyjafjarðardeildar KEA
Verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl kl. 17:00 á öngulsstöðum Eyjafjarðarsveit
á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins. Framkvæmdarstjóri og stjórnarformaður
mæta á fundinn.
Stjórnin
Kæru Iðunnarkonur
Nú er komið að síðasta Iðunnarkvöldinu sem verður 13. apríl og þá ætlum
við að hittast í Félagsborg félagsmiðstöð aldraðra. Ræðum bækur, prjónum, heklum eða bara spjalla. Sjáumst
hressar.
Kveðja stjórnin
Kæru sveitungar
Opið verður í Gallerýinu að Teigi, allar helgar í apríl frá kl. 14.00 til 18.00. Fjölbreytt úrval af fermingarskreytingum eftir Svönu
Jóseps ásamt mörgu öðru fallegu handverki.
Verið velkomin, Gerða sími 894-1323 og Svana 820-3492
Hestur óskast!
Getur einhver leigt mér hest, rólegan og traustan, handa 10 ára stúlku. Vantar hestinn 24. júní - 1. júlí en vildi þó gjarnan
fá hann fyrr.
Fríða Angantýs, í Reitnum Torfufelli, sími 862-4828
Vorhátíð
Vorhátíð Kirkjukórs Laugalandsprestakalls verður haldin í Laugarborg föstudaginn 8. apríl kl. 20.30. Stjórnandi og undirleikari er Daníel
þorsteinsson. á söngskránni eru fjölbreytt lög eftir ýmsa höfunda. Dansleikur að loknum kórsöng. Vöfflukaffi á vægu
verði. Miðaverð kr. 1.000,-
Stjórnin
Aðalfundur Fjarðarkorns ehf.
Aðalfundur Fjarðarkorns ehf verður haldinn í Garðsfjósi miðvikudagskvöldið 13. apríl kl 20:30. á dagskrá verða venjuleg
aðalfundarstörf. Vonumst eftir að sjá sem flesta.
Stjórn Fjarðarkorns ehf.
árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla 2011
Hátíðin verður haldin í Laugarborg þriðjudaginn 12. apríl frá klukkan 14:00-16:00. árshátíðargestir munu kynnast
himingeimnum og ýmis konar verum þaðan. Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi.
Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri en 1.100 kr. fyrir eldri. Frítt fyrir börn undir 6 ára aldri. Veitingar eru innifaldar í
verði. ágóði af miðasölu og sjoppu rennur í ferðasjóð nemenda. Sjoppan verður opin og þar er hægt að kaupa gos, svala og
sælgæti. Skólabílar keyra ekki að árshátíð lokinni.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla
Til foreldra / forráðamanna væntanlegra fermingarbarna
Við viljum minna á að fermingarbörn fá blóm (nelliku) á fermingardag til að festa í fermingarkyrtilinn. þetta er gjöf frá
kvenfélögunum þremur í Eyjafjarðarsveit, svo og sálmabækurnar sem börnin hafa þegar fengið. Mátun fermingarkyrtla hefur farið fram.
Ef einhverjar spurningar eru varðandi kyrtlana má hafa samband við Sólveigu 462-4942 eða Völu 463-1215.
Hjálparsveitin Dalbjörg
Aðalfundur Dalbjargar verður haldinn fimmtudag. 14. apríl kl. 20 í Sólgarði. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýjir félagar velkomnir.
Kveðja stjórnin
Talgervill
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi tekur þátt í landssöfnun Lions á íslandi 8.-10. apríl. Markmiðið er að safna fyrir talgervli í
samvinnu við Blindrafélagið. Talgervill er hugbúnaður sem breytir texta á tölvutæku formi í talað mál og getur þannig breytt til
batnaðar lífsgæðum fjölmargra blindra og sjónskertra einstaklinga, einnig lesblindum og öðrum þeim sem eiga erfitt með lestur eða vilja
nýta tölvu til að lesa fyrir sig. Söfnunarbaukar verða í Hrafnagilsskóla á kjördag.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi
ágætu iðkendur og foreldrar Umf. Samherja!
Fótboltaráð biður ykkur að skila öllum fótboltabúningum félagsins (stuttbuxum, treyjum og sokkum). Fara á yfir hversu mikið er til af
búningum og hafa þá tilbúna fyrir keppnistímabil sumarsins sem hefst strax í júní með Bústólpamótinu. Tekið
verður við búningunum í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar.
Fótboltaráð hefur hug á að panta æfingagalla frá Henson í UMSE litunum með merki Samherja og erum við að leita verðtilboðs
þessa dagana. Iðkendur geta keypt gallana til eignar ef þeir hafa áhuga. þetta verður auglýst nánar síðar. Við minnum alla á
að lesa heimasíðu félagsins reglulega og fylgjast þar með nýjustu fréttum. Fótboltaráð
Umf. Samherja
Ungbændaferð í þingeyjasýsluna
þann 16. apríl næstkomandi mun félag ungra bænda á Norðurlandi standa fyrir dagsferð í þingeyjarsýslurnar. þar ætlum
við að heimsækja ungu sauðfjárbændurnar ástþór og Svönu í Fjósatungu og Björgvin á Kraunastöðum, en
þar eru ný fjárhús. á eftir er svo hugmyndin að storma í jarðböðin á Mývatni og taka eins og einn sundsprett að hætti
Grettis ásmundssonar.
Rúta mun fara bæði frá Varmahlíð í Skagafirði og Leirunesti í Eyjafirði og mun farið kosta litlar 1.000,- kr. á mann.
þeir sem hafa áhuga takið því daginn frá og skráið ykkur í ferðina á nordur@ungurbondi.is fyrir miðvikudaginn 13. apríl.
Hér er svo dagskrá sem sett er á með fyrirvara um breytingar:
10:00 Lagt af stað úr Skagafirði
11:30 Lagt af stað úr Eyjafirði
12:30 Komin í Fjósatungu
14:00 Lagt af stað frá Fjósatungu
14:45 Komin í Kraunastaði
15:45 Lagt af stað frá Kraunastöðum
16:30 Kaffistopp (Vogafjós/sjoppa?)
17:30 Komin í jarðböðin
19:30 Brottför frá jarðböðum
20:30 Akureyri
22:00 Skagafjörður
Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig í ferðina og njóta þessa dags með okkur.
Stjórn FUBN