þið munið hann Jörund
það er komið sumar á landinu bláa!
Fjórða sýning sunnudaginn 2. mars kl. 20.30
Fimmta sýning föstudaginn 7. mars kl. 19.00 öRFá SæTI LAUS
Sjötta sýning laugardaginn 8. mars kl. 20.30 UPPSELT
Sjöunda sýning föstudaginn 14. mars kl. 20.30 UPPSELT
áttunda sýning laugardaginn 15. mars kl. 16.00 AUKASýNING - UPPSELT
Níunda sýning laugardaginn 15. mars kl. 20.30
Tíunda sýning miðvikudaginn 19. mars kl. 20.30
Ellefta sýning laugardaginn 22. mars kl. 20.30 STJáNASýNING
Miðasölusíminn er 857 5598 og er opinn milli 16 og 18 virka daga og á auglýstum sýningardögum frá kl. 14 fram að sýningu. Utan
þess tíma má skilja eftir skilaboð á símsvara í sama númeri eða panta miða á
www.freyvangur.net en þar eru allar nánari upplýsingar.
Sjáumst í Freyvangi!
Freyvangsleikhúsið
Frá Laugalandsprestakalli
ágætu sveitungar
Sunnudaginn 2. mars er æskulýðsdagurinn. ég minni á fjölskylduguðsþjónustuna í Munkaþverárkirkju kl. 11:00. Jóna
Lovísa Jónsdóttir framkvæmdastjóri æskulýðssambands þjóðkirkjunnar predikar.
Vænst er þátttöku fermingarbarna. Fundur með foreldrum að lokinni athöfn.
Kveðja Hannes
árshátíð
árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 6. mars n.k. og hefst kl. 20:00.
Margt verður til skemmtunar s.s.
Leikrit
Tískusýning
Tónlistaratriði
Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi. Skemmtuninni lýkur kl. 22:30. Aðgangseyrir er 450 kr. fyrir 6-12 ára og 900 fyrir 13
ára og eldri og eru veitingar innifaldar í verðinu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla
Atvinna
Heimilisþjónusta
Starfsmann vantar til að sinna heimilisþjónustu í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða vinnu við þrif og tilfallandi aðstoð inni á
heimilum 1,5 – 2 klst. í senn.
Liðveisla
Starfsmann vantar til að sinna liðveislu í Eyjafjarðarsveit, 16-20 klst. á mánuði
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463 1335.
Til foreldra / forráðamanna væntanlegra fermingarbarna
Við viljum minna á að fermingarbörn fá blóm (nelliku) á fermingardaginn til að festa í kyrtilinn. þetta er gjöf frá 3
kvenfélögum í Eyjafjarðarsveit svo og sálmabækurnar sem börnin hafa þegar fengið. Mátun á fermingarkyrtlum fór fram í
síðustu viku.
Ef eitthvað er sem þið viljið koma á framfæri, þá vinsamlegast hafið samband við Solveigu s: 462 4942 eða Valgerði s: 463 1215.
Stjórnin
Frá Félagi aldraðra Eyjafirði
Aðalfundur Félags aldraðra Eyjafirði verður haldinn í Hrafnagilsskóla laugardaginn 8. mars kl. 14.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir.
Kaffiveitingar að loknum fundi. Mætum sem flest.
Stjórnin
Athugið
Laust er til umsóknar frá 1. maí n.k. starf húsvarðar í Freyvangi.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
í síma 463 1335. Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2008.
Rósukvæði – 1 hluti.
Halldórsstaða rósin rjóð
fjárbúið sitt rekur,
heldur líka hrossastóð
og stórum pickup ekur.
Smalahunda á hún tvo
og líka grannan Gutta,
þau eina dóttur eiga svo
sögu til að gera stutta.
Með kveðju frá Hrekkjalómunum.
Athugið
Aðalfundur hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldinn sunnudagskvöldið 02/03/2008 í Funaborg kl. 20:30
Venjuleg aðalfundarstörf
Kosningar
Verðlaunaveitingar
Félagar fjölmennum
Stjórnin.
Bílskúrssala
Kæru sveitungar
Bílskúrssala í Skógartröð 7 á morgun, sunnudaginn 2. mars kl 13-17.
Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
Selma og óli.
Opið hús á Halldórsstöðum
Opið hús á Halldórsstöðum í Eyjafjarðarsveit í dag, laugardaginn 1. mars frá kl.13-17. Tilefnið er nýbyggt
fjárhús og aðstaða fyrir hesta sem tekin hafa verið í notkun. Allir áhugamenn um sauðfjárbúskap, hestamennsku og byggingar hvattir til
þess að mæta og skoða góða aðstöðu fyrir menn og skepnur.
Veitingar í boði Hýsi, SAH afurða og Fjárræktarfélags Hólasóknar.
Rósa, Guðbjörn og Bjarney
Tónleikar
HJöRLEIFUR VALSSON & TATU KANTOMAA
1. mars í þorgeirskirkju
2. mars í Laugarborg
Báðir tónleikarnir hefjast kl. 15.00
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur: Hjörleifur Valsson, fiðla (Stradivaríus) / Tatu Kantomaa, harmóníka
Efnisskrá: ýmislegt léttmeti.