Auglýsingablaðið

393. TBL 02. nóvember 2007 kl. 13:42 - 13:42 Eldri-fundur

Frá skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
Skrifstofan verður lokuð miðvikudaginn 7. nóvember n. k.
Sveitarstjóri




öryggi gangandi vegfarenda
Nú þegar skammdegið fer í hönd er ástæða til að minna gangandi vegfarendur á að nota endurskinsmerki eða vera í endurskinsvestum. þeir sem fara án slíkra varúðarráðstafana til gönguferða út á fjölfarna akvegi stofna lífi sínu einfaldlega í hættu. Margar ábendingar hafa borist um þetta frá bílstjórum sem lýsa því hve gangandi fólk er ósýnilegt á vegunum eftir að dimmt er orðið við aðstæður eins og þær hafa verið undanfarið, auða jörð og mikil votviðri.
Takið ávallt tillit til aðstæðna og verið eins sýnileg og frekast er mögulegt.
Notið alltaf endurskinsmerki sem mikið ber á ef þið þurfið að fara gangandi um akvegi.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.




Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Munkaþverárkirkju sunnudaginn 4. nóvember. kl. 21:00.
Messa allra heilagra -altarisganga- beðið fyrir sveitungum.
Hannes




Hrafnar, Serbar, önglar!
Fjör í Krummaskítskróknum þann 30.nóvember. Myndlist, sjónlist, sönglist, sagnalist, tónlist, leiklist í fimmtugum Freyvangi. Fullveldisfagnaður með afmælisívafi.
Menningarmálanefnd og Gallerí Víðátta601




Skilaboð frá Eyvindi
Frestur til að skila inn efni í blaðið er 20. nóvember. Minnum á netfangið abs1@hi.is og að ritnefndina skipa Páll í Reykhúsum, Benjamín á Ytri-Tjörnum, Hannes á Syðra-Laugalandi og Anna Bryndís (Dísa) á Sámsstöðum.




Frá Tónlistarhúsinu Laugarborg
Sigrún Eðvaldsdóttir & Selma Guðmundsdóttir
Tónleikar 4. nóvember 2007 kl. 15.00
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla & Selma Guðmundsdóttir, píanó




Kabarettinn Brátt sáðlát
Nú er komið að því, stærsta skemmtun ársins er í kvöld í Freyvangi!! Kabarett Freyvangsleikhússins er viðburður  sem enginn má missa af!
Skemmtiatriði hefjast kl. 21.30 en húsið opnar klukkutíma fyrr.  Miðaverð er 2500 krónur. þótt að margir gráti eflaust sáran þegar skemmtiatriðum lýkur, endist það ekki lengi því að hljómsveitin Miðaldamenn taka strax við og halda uppi mikilli dansstemmingu fram á rauða nótt.
Aldurstakmark er 16 ár!




Aldan Voröld
Aloe Vera-kynning verður í Teigi (syðsta húsinu) miðvikudagskvöldið 7. nóvember n. k. kl. 20.00 þar verða Eygerður þorvaldsdóttir og Jónína Ingólfsdóttir með allt það nýjasta frá Aloe Vera, meðal annars vafninga eitt það heitasta í dag.
Nýjar félagskonur ávallt velkomnar. Mætum hressar.
Stjórnin.




ágætu HJáLParkonur !
Kvenfélagið Hjálpin minnir á haustfund sameinaðan haustferð sem fyrirhugað er að halda utan héraðs. Við ætlum nefnilega að taka okkur ekta  “ húsmóðurfrí ” á Löngumýri í Skagafirði.  
Hugmyndin er að leggja af stað um kaffileytið föstudaginn 9. nóv. og svo til baka laugardaginn 10. nóv. Fundurinn verður haldinn á föstudeginum þegar á staðinn er komið. Að honum loknum verður þriggja rétta kvöldverður framreiddur og við sjáum sjálfar um að skemmta okkur fram eftir kvöldi.  Gist verður á Löngumýri og daginn eftir verður síðbúinn morgunverður áður en lagt verður í hann heim á leið.
Við þurfum að koma með góða skapið, heimatilbúin skemmtiatriði og jákvætt hugarfar. Mætum vel og eigum saman notalega stund !
Takið tíma frá til þessa og látið einhverja af stjórnarkonunum vita í síðasta lagi sunnudaginn 4. nóv. n.k.
Sigga Hólsgerði       Anna ártúni        Lilla Gullbrekku
Gunna Hvassafelli       Elín Fellshlíð        Kristrún Akureyri




Nýbúar í Reykárhverfi
Munið að tilkynna rétt heimilisfang, götuheiti og númer svo pósturinn ykkar endi ekki allur hjá Jóni Elvari og Berglindi á Hrafnagili, sem er býlið.
Jón Elvar og Berglind




Söngfélagið Sálubót
Tónleikar í Akureyrarkirkju mánudagskvöldið 5. nóv. kl. 20:30
Afar fjölbreytt efnisskrá, meðal annars syrpa úr Ameríska söngleiknum West Side Story
Einsöngur:  Einar Ingi Hermannsson, ásamt nokkrum kórfélögum
Stjórnandi: Jaan Alavere
Miðaverð 1.500 frítt fyrir 16 ára og yngri
Söngfélagið Sálubót




335. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 8. nóv. kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Fundargerðir skipulagsnefndar, 90. og 91. fundur, 1. nóv. og 13. okt. 2007.
2. Fundargerð skólanefndar, 167. fundur, 1. nóv. 2007.
3. Fundargerð umhverfisnefndar, 79. fundur, 1. nóv. 2007.
4. Fundargerð atvinnumálanefndar, 50. fundur, 27. sept. 2007.
5. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 115. fundur, 22. okt. 2007.
6. Fyrirspurn F-listans um stöðu verkefna, minnisblað dags. í okt. 2007, afgreiðslu frestað á 334. fundi.
7. Erindi Landgræðslu ríkisins dags. 17. okt. 2007 um framlag til verkefnisins “Bændur græða land,”  afgreiðslu frestað á 334. fundi.
8.  Erindi Flokkunar ehf. dags. 31. okt. 2007 um hlutafjáraukningu í Moltu ehf.
9.  Viðbragðaáætlun við náttúruvá, drög dags. 25. okt. 2007.
10. Fundargerð héraðsráðs, 232. fundur, 24. okt. 2007.
11. Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð, erindi héraðsráðs dags. 26. okt. 2007.
12. Styrkur til UMSE, erindi héraðsráðs dags. 31. okt. 2007.,
13. Breyting á samráðsvettvangi sveitarfélaga við Eyjafjörð, embætti byggingar-fulltrúa Eyjafjarðarsvæðis, minnisblað dags. 30. okt. 2007.
14.  ályktanir frá aðalfundi Eyþings 5. – 6. okt. 2007, hjólreiða- og göngustígar og
samstarf um ferðamál.
Sveitarstjóri
Getum við bætt efni síðunnar?