Auglýsingablaðið

1246. TBL 04. júní 2024

Auglýsingablað 1246. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 4. júní 2024.

 


Drög að nýrri Menntastefnu Eyjafjarðarsveitar kynningarfundur á netinu miðvikudaginn 5. júní klukkan 20:00
Kæru íbúar, kynningarfundur vegna menntastefnu Eyjafjarðsveitar verður haldinn á Teams miðvikudaginn 5. júní klukkan 20:00. Hlekk á fundinn má finna undir viðburðinum á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar auk hlekkjar á drög menntastefnunnar.

Á fundinum verða drög af nýrri menntastefnu kynnt fyrir þeim sem mæta og verður íbúum og starfsfólki í kjölfarið gefið færi á að koma með athugasemdir við drögin.

Allir hvattir til að mæta á Teams.


Girðingar og sleppingar
Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. sömu samþykktar.
Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.



Sleppingar fyrir sauðfé verða þann 15. júní í ár.
Fjallskilanefnd hefur ákveðið að seinka sleppingum sauðfjár um nokkra daga vegna aðstæðna svo sem snjóalaga og gróðurs. Þá eru fjáreigendur beðnir um að taka mið af aðstæðum á sinni afrétt eftir þann dag.

Beitartímabil vegna naugripa hefst 20. júní og lýkur 1. október. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní og lýkur 10. janúar á næsta ári.

Göngur verða eftirfarandi:

  1. Göngur fara fram 5.-8. september.
  2. Göngur fara fram 20.-22. september.

Hrossasmölun verður 4. október og stóðréttir 5. október.

 


Tilkynning um búfjárbeit
Fjallskilanefnd bendir á að "Nýti umráðamaður ekki að fullu land það sem hann hefur fyrir eigin búfé er honum heimilt að leyfa öðrum afnot af því að því marki sem beitarþol leyfir. Ef um óskipt land er að ræða verða sameigendur einnig að veita leyfi fyrir slíkri heimild. Umráðamanni lands ber að tilkynna til sveitarstjórnar hverjum hann heimilar beit og fyrir hvaða fjölda búfjár, sbr. 8. gr. laga nr. 6/1986, sbr. einnig ákvæði í 7. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011."

 


Katta- og hundahald
Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.”

Vinsamleg ábending til hundaeigenda sem ganga meðfram Eyjafjarðará, á meðan á varptíma stendur, að takmarka lausagöngu hunda sinna þar yfir þennan tíma.

Í samþykktinni kemur einnig fram, í 9. gr., að ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er eiganda eða umráðamanni skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Dýrin skulu bera ól með tengiliðaupplýsingum og er eiganda eða umráðamanni ávallt skylt að fjarlægja saur eftir dýr sitt.

Sé ónæði af völdum katta og/eða hunda má hafa samband í vaktsíma 463-0615.
Sveitarstjóri.

 


Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða deildarstjóra.

  • Leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundna stöður á deild með yngri börnum. Æskileg starfsbyrjun er ágúst 2024.
  • 36 stunda vinnuvika og 10 tíma undirbúningur á viku.

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 81 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára.

Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.

Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Færni í að vinna í stjórnendateymi.
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.

Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.

Umsóknarfrestur er til 15.júní 2024
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is

 


Viltu sleppa við að slá garðinn í sumar?
Ég tek að mér garðslátt frá og með 26. júní, auk þess sem ég get slegið dagana 30. maí- 2. júní. Ég gef fast verð í verkið eftir umfangi lóðar.
Áhugasamir geta haft samband í gegnum facebook eða í síma 897-3382.
Róbert Orri Finnsson.

Getum við bætt efni síðunnar?