Sleppingardagar og fjallskil
á fundi fjallskilanefndar 3. júní s.l. var eftirfarandi bókun gerð:
„í nýrri samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit segir að beitartímabil á sameiginlegt beitiland hefjist 10. júní
ár hvert vegna beitar sauðfjár og 20. júní vegna beitar nautgripa og hrossa. Vegna mikilla snjóalaga til fjalla beinir fjallskilanefnd því
eindregið til búfjáreigenda um að huga að ástandi gróðurs og hættum áður en búfé er sleppt. Einnig er mælst til
þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
áhersla er lögð á að fjallsgirðingar séu gerðar fjárheldar fyrir 10. júní. Farið var yfir stöðu fjallskilasjóðs
og staða hans er vel viðunandi.” Fjallskilanefnd
Göngur haustið 2014
á fyrrnefndum fundi fjallskilanefndar var einnig ákveðið að 1. göngur verði 6. og 7. september, 2. göngur 20. og 21. september og hrossasmölun 3.
október og hrossaréttir 4. október. Fjallskilanefnd
Búfé í Sölvadal
Undirritaður hefur ekki veitt leyfi til að sleppa búfé á land þormóðsstaða og óskar eftir að það verði látið
ógert.
Valgarður á þormóðsstöðum
Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Sumarið er komið og Smámunasafnið er opið á ný! Sjón er sögu ríkari!
Safnið verður opið alla daga í sumar frá kl. 11:00 til kl. 17:00. á kaffihúsi safnsins fást gamaldags íslenskar rjómavöfflur
ásamt rabarbarasultu. Gerist ekki betra.
Verið hjartanlega velkomin!
F-listinn í Eyjafjarðarsveit
þökkum öllum sem unnu fyrir okkur í kosningabaráttunni kærlega fyrir frábært starf.
Sveitungum okkar þökkum við fyrir góðar móttökur og hinum framboðunum fyrir skemmtilega kosningabaráttu.
F-listinn
Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 8. júní – hvítasunnudag, fermast eftirfarandi í Grundarþingum:
í Grundarkirkju kl. 11:00:
Andri ásgeir Adolfsson, Hrafnagilsskóla
Aron örn Olason Lotsberg, Finnastöðum
ágúst Máni ágústsson, Kálfagerði
Birkir Blær óðinsson, Sunnutröð 8
Katrín Sigurðardóttir, Hjallatröð 4
Kristín Ragna Tobíasdóttir, Bakkahlíð 15, Akureyri
María Rós Magnúsdóttir, Skólatröð 4
Sindri Freyr Ingvarsson, Jódísarstöðum 3
Tristan Darri Ingvason, Teigi
Sama dag í Munkaþverárkirkju kl. 13:30:
ísak Godsk Rögnvaldsson, Björk
Jakob Ernfelt Jóhannesson, árbakka
Vorfundur !
þann 19. júní kl. 20:00 ætlar kvenfélagið Hjálpin að halda vorfund sinn í Funaborg, þar sem bæði gaman og alvara verða
við völd, svo endilega takið daginn frá.
Stjórnin
úrtaka vegna Landsmóts hestamanna
úrtaka vegna Landsmóts verður sameiginleg með öðrum hestamannafélögum á Eyjafjarðarsvæðinu og mun fara fram á
Hlíðarholtsvelli dagana 13.-15. júní og verður nánar auglýst síðar. Börn, unglingar og ungmenni í Funa sem hyggjast taka
þátt býðst að fá aðstoð við undirbúning. áhugasamir geta haft samband við Brynjar í síma 899-8755 eða í
tölvupósti brynjar@skogur.is
Stjórn Funa
„Fjölskyldan á fjallið“ – gönguferðir með hressum Samherjum!
Síðastliðið sumar stóð Ungmennafélagið fyrir nokkrum gönguferðum undir yfirskriftinni „Fjölskyldan á fjallið“. í
ljósi þess að vel þótti takast til, hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í ár. Fyrsta ferð sumarsins verður
kvöldganga um Botnsskóg og fer hún fram mánudagskvöldið 9. júní. Við munum hittast á planinu við Botnsskóg kl. 20:00.
Næsta gönguferð verður 23. júní (á Jónsmessukvöld) en þá verður gengið á Haus (hluti af stikaðri leið á
Uppsalahnjúk). þá er stefnt á að ganga á Bónda eftir stikaðri leið sunnudaginn 6. júlí og svo verður göngusumarið
kórónað með dagsferð á Kerlingu, sunnudaginn 31. ágúst. Viðburðirnir verða auglýstir þegar nær dregur.
Vonumst eftir frábærri mætingu – sjáumst í Botnsskógi á mánudagskvöldið!
Stjórn Ungmennafélagsins Samherja
Kvennahlaup 2014
Kvennahlaup íSí verður laugardaginn 14. júní. Hlaupið verður eins og venjulega frá Hrafnagilsskóla kl. 11:00, skráning hefst kl. 10:30.
Vegalengdir verða 2,5 og 5 km. þátttökugjald er 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri og 1.500 kr. fyrir fullorðna og fá allir þátttakendur bol við
skráningu. Að hlaupi loknu eða um kl. 12:00 ætlum við að hafa þrautabraut þar sem fjölskyldur og/eða vinir keppa saman sem lið í hinum
ýmsu óhefðbundnu greinum. á eftir er áætlað að grilla og kemur hver með sitt á grillið. Eins og venjulega verða hross á
svæðinu fyrir smáfólkið og kassaklifur í íþróttasalnum. Frítt í sund fyrir þátttakendur. Takið daginn frá,
vonumst til að sjá sem flesta.
íþrótta- og tómstundanefnd
Við Teig Eyjafjarðarsveit
Opið frá kl. 11.00-18.00 alla daga í sumar.
Fjölbreytt og fallegt handverk m.a. leirvörur, glervörur og handmálað postulín. Málaðir steinakarlar og konur. Vélútsaumur. Kerti með
ljósmyndum. Dömufatnaður og ungbarnafatnaður, saumað, heklað eða prjónað. úrval af hekluðum og prjónuðum ullarvörum og lopapeysum
á alla fjölskylduna. Skartgripir og skrautmunir.
Verið velkomin til okkar
Sumar – Gaman!....í sveitinni okkar fyrir börn 6-10 ára
Bökunarnámskeið þar sem börnin fá að njóta sín í heimilisfræðistofu skólans undir leiðsögn Lilju og
þrúðu. ýmislegt verður brasað og börnin koma með góðgæti heim daglega. 10.-13. júní kl. 09:00-12:30 og/eða 10.-13.
júní kl. 13:00-16:00.
Verð per námskeið 14.500 kr. (innifalið í námskeiðsgjaldi eru öll hráefni sem notuð verða).
ævintýranámskeið með leiklist, sköpun og útivist í fyrirrúmi verður haldið í Hrafnagilshverfinu í sumar undir
leiðsögn ástu og Lilju.
16.-20. júní kl. 9:00-12:30 (4 dagar, frí. 17. júní). Verð per námskeið 12.500 kr.
Boðið verður upp á gæslu í hádegi fyrir þau börn sem sækja námskeið bæði fyrir og eftir hádegi og kostar hún
2.000 kr. fyrir vikuna. Ath. koma þarf með nesti.
Við hlökkum til að sjá sem flesta krakka :o) Lilja Rögnvaldsdóttir og ásta Sighvats ólafsdóttir. Nánari upplýsingar um hvert
námskeið og skráning á sumargaman@simnet.is eða í síma 663-2962 (Lilja), 849-3086 (ásta).