Almenningssamgöngur
Eins og fram hefur komið eru almenningssamgöngur í sveitarfélaginu nátengdar skólaakstri og því falla þær niður þegar
skólahald liggur niðri eins og um jól, páska og á sumrin. Seinustu ferðir fyrir jól verða 20. desember og fyrsta ferð eftir jól 6.
janúar.
Sveitarstjóri
Rútuferð í Hlíðarfjall laugardaginn 14. desember
Farið er frá Hrafnagilsskóla kl. 9:30 og frá Hlíðarfjalli kl. 14:00.
Ferðin fram og til baka kostar 500 kr. og greiðist í rútunni.
Athugið að fylgjast með hvort fjallið sé opið.
Með ósk um góða skemmtun, íþrótta- og tómstundanefnd
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Opnunartímar safnsins: í næstu viku er opið eins og venjulega.
Síðasta opnun fyrir jól er föstudaginn 20. desember. þá er opið frá 10:30-2:30.
á milli jóla og nýárs er opið mánudaginn 30. desember frá kl. 13:00-16:00.
Safnið opnar eftir áramót fimmtudaginn 2. janúar og er þá opið eins og venjulega frá 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Opnunartímar safnsins:
Mánudagar kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30
"Syngjum jólin saman inn!"
Aðventukvöld Kirkjukórs Laugalandsprestakalls verður haldið í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 15. desember kl. 20:00. Sungin verða íslensk og erlend
jóla- og aðventulög. Stjórnandi er Daníel þorsteinsson og gestir eru Skólakór Hrafnagilsskóla undir stjórn Maríu
Gunnarsdóttur. Ræðumaður kvöldsins er Jóhann ólafur Halldórsson en sr. Hannes örn Blandon mun leiða dagskrána.
Njótum saman söngstundar í hinni fallegu Grundarkirkju.
Sóknarnefndin
Til sölu HNETUSTEIK
500 gr. 1.700 krónur
1.000 gr 3.400 krónur
Afhendingartími 20.-22. des. frá kl. 11:00 - 13:00 á Silvu.
Einnig er hægt að panta glúteinlausar vörur s.s. brauð, smákökur, orkustykki og konfekt. Afhending og magn eftir samkomulagi hverju sinni.
Pantanir og nánari upplýsingar í síma 851-1360 eða á netfangið silva@silva.is
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. þökkum skemmtilegar samverustundir og viðskipti á
árinu sem er að líða.
Kristín og starfsfólk Silvu, Syðra-Laugalandi efra
Aldan-Voröld
Minnum á jólafundinn okkar á öngulsstöðum fimmtudaginn 12. des. kl. 20:00. Mætum með 1 pakka hver og höfum gaman saman.
Stjórnin
Jólafundur kvenfélagsins Iðunnar
Minnum á jólafundinn sem verður í kvöld 12. desember kl. 20:00 í Félagsborg. Munum eftir jólapökkunum. Nýjar konur velkomnar.
Hlökkum til að sjá ykkur og eiga notalega stund saman. Jólakveðjur, stjórnin
Jólatrésskemmtun
Hin árlega jólatrésskemmtun kvenfélagsins Hjálpin verður haldin í Funaborg laugardaginn 28. des. 2013, kl. 13.30-16.00.
Að venju verður dansað í kringum jólatré og von er á góðum gestum í heimsókn. á eftir verður síðan boðið
upp á veitingar.
Allir hjartanlega velkomnir. Kvenfélagið Hjálpin
JólaBazar Helga og Beate
Eins og venjulega eru Helgi og Beate með jólabasar í Populus tremula (í skotinu fyrir neðan listasafnið). Til sölu eru jólatré, töskur,
hálsmen, kjólar og pils sem eitt sinn voru næntís leðurjakkar og eldsmíðaðir hnífar, málverk og sitthvað fleira. Einnig verður Lene
Zachariassen með varning til sölu á staðnum.
Opið laugardag og sunnudag 14.-15. des. og aftur síðustu daga fyrir jól 20.-23. des. frá kl. 13-18. Lengur á þorláksmessu en þá um
kveldið verða piparkökur, glögg og ofurlítil tónlist á boðstólum.
áfram heldur stuðið í Kattholti hjá Freyvangsleikhúsinu.....
Næstu sýningar:
Sýning dags. klukkan
25 14. des. laugardag 14:00 Uppselt
26 14. des. laugardag 17:00 örfá sæti laus
27 15. des. sunnudag 14:00 Uppselt
28 28. des. laugardag 14:00 Uppselt
29 28. des. laugardag 17:00 örfá sæti laus
30 29. des. sunnudag 14:00 Uppselt
31 4. jan. laugardag 14:00
31 5. jan. sunnudag 14:00
33 11. jan. laugardag 14:00 örfá sæti laus
34 12. jan. sunnudag 14:00 örfá sæti laus
Kæru sveitungar
Stekkjarstaur kom fyrstur og pantaði fyrsta miðann á þorrablótið á midi.is en eins og allir vita þá ferðast hann um á næturnar.
Uppáhaldsliturinn hans er rauður, hver skyldi fá það þema?
Nú eru smákökurnar í ofninum EN eruð þið byrjuð að undirbúa ykkur fyrir þorrablót aldarinnar þann 1. febrúar
2014?
Okkar bestu jóla- og nýárskveðjur.
þorrablótsnefnd aldarinnar