Aðalfund Foreldrafélags Hrafnagilsskóla skólaárið 2014-2015
Fimmtudaginn 23. október kl. 20:30 í stofum 6 og 7 í Hrafnagilsskóla.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf auk umræðna um facebook og breytingar á innheimtu félagsgjalda. Auður Th. Jónasdóttir mun halda fyrirlestur um foreldrahlutverkið og léttar veitingar verða í boði.
Hlökkum til að sjá sem flesta foreldra.
Kveðja, foreldrafélagið
Lappakvöld á Lamb Inn
Laugardaginn 1. nóvember, húsið opnar kl. 19:00.
Kaldakveðjur við innganginn. Svið fyrir þá sem ekki leggja í lappirnar.
Veislustjóri er Jón Óðinn Waage eða bara hann „Ódi“ okkar allra.
Happdrætti - verðlaun fyrir flottasta fótabúnaðinn - þetta er jú lappakvöld!
Verð kr. 4.000 á mann.
Pantanir í síma: 691-6633 hjá Kalla eða á netfanginu lambinn@lambinn.is.
Minnum á að við höfum veitingastaðinn opinn í allan vetur fyrir hópa sem panta hjá okkur
„Sannar“ sveitarsögur
Lumar þú á betri sögu um nágranna þinn en hann um þig? Myndir eru einnig vel þegnar. Nafnleyndar er heitið.
Sögur / smáauglýsingar sendast á blot@esveit.is sem fyrst með yfirskriftinni „sannar“ sveitarsögur.
Þorrablótsnefndin 2015
Vetrarhátíð
Í tilefni af 1. vetrardegi laugardaginn 25. október verður boðið upp á dagskrá hjá Sólarljósinu á Finnastöðum kl. 16-18. Te/kaffi og kakó. Trommur og dans. kr. 500,-
Kveðja, Sólarljósið s: 863-6912
Fræðsla um kraftaverkaolíurnar frá Young Living
Hvernig eru þær notaðar gegn fósturláti hjá kindunum og fleira. Sjáumst á sunnudaginn kl. 19:30 á Finnastöðum.
Kveðja, Sólarljósið s: 863-6912