Frá Laugalandsprestakalli
Messa sunnudaginn 20. september kl.11.00 í Grundarkirkju. Sérstaklega er ætlast til þess að væntanleg fermingarbörn komi með foreldrum sínum. Umræður að lokinni athöfn.
Bestu kveðjur,
sóknarprestur
Dansskóli Elínar
Kennsla í samkvæmisdönsum hefst fimmtudaginn 24. september. Kenni alla helstu og vinsælustu dansana eins og tjútt, cha cha, samba, jive, vals, tangó, gömlu dansana og ýmislegt annað skemmtilegt. Byrjenda og framhaldsnámskeið fyrir þá sem voru síðastliðinn vetur eða þá sem hafa verið áður og langar að taka fram dansskóna á ný. Alltaf gaman að rifja upp sporin og stunda heilsusamlega hreyfingu sem dansinn klárlega er.
Nánari upplýsingar og innritun er í s. 891-6276 (eftir kl. 16.00).
Danskveðjur - Elín Halldórsdóttir
Leikhúsið í Gamla bænum á Öngulsstöðum 18. og 19. september
Einleikirnir Grettir og Gísla saga Súrssonar kl. 20.00 og 21.30 bæði kvöldin.
Elfar Logi Hannesson er meistari einleikjanna á Íslandi.
Miðaverð á staka sýningu er 2.500 kr.
Miðaverð á báðar sýningar er 4.500 kr.
Takmarkað sætaframboð.
Miðapantanir í s. 463-1500 og á netfanginu lambinn@lambinn.is.
Ljóðakvöld í Gamla bænum á Öngulsstöðum fimmtudaginn 17. september kl. 20.00
Ljóðakvöld verður á vegum Litlu ljóðahátíðarinnar, þar sem fram koma sex skáld sem lesa úr glænýjum eða nýlegum verkum sínum í einstöku umhverfi í Gamla bænum á Öngulsstöðum. Fram koma:
Þórdís Gísladóttir Kristín Svava Tómasdóttir
Halldór L. Halldórsson Lubbi klettaskáld
Urður Snædal Hrafnkell Lárusson
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
Kvennablak - Kvennablak - Kvennablak - Kvennablak - Kvennablak
Við ætlum að spila blak saman næsta vetur, en þú?
Við erum búnar að stofna liðið Leðurblökurnar í samstarfi við Umf. Samherja og eru nú þegar búnar tvær æfingar sem voru mjög skemmtilegar. Ef þú hefur áhuga á að spila með okkur sendu okkur þá línu á imma@krummi.is eða ingabara84@gmail.com þar sem fram kemur nafn, heimili, sími og netfang.
Einnig er hægt að hringja eða senda sms í s. 824-3129 (Imma) eða í s. 848-2360 (Inga Bára).
Við vonumst til að heyra frá ykkur flestum!
Bestu kveðjur, Imma og Inga Bára
Æfingabúðir í borðtennis
Æfingabúðir í borðtennis verða haldnar í íþróttahúsinu að Hrafnagili dagana 19. og 20. september.
Borðtennissamband Íslands heldur æfingabúðir í borðtennis í samstarfi við Umf. Samherja og fleiri íþróttafélög á Norðurlandi. Búðirnar eru fyrir alla aldursflokka og standa frá kl.13.00 – 17.00 báða dagana. Umsjónarmaður búðanna er Bjarni Bjarnason og leiðbeinendur með honum verða þátttakendur í þjálfaranámskeiði sem fer fram sömu daga. Þetta er einstakt tækifæri fyrir byrjendur að ná tökum á undirstöðuatriðunum og fyrir lengra komna að bæta færni sína verulega.
Þátttaka í búðunum kostar einungis 2.000 kr.
Skráning er á staðnum eða á netfanginu sigeiriks@gmail.com.
Siggi og Ólafur borðtennisþjálfarar Umf. Samherja