Auglýsingablaðið

668. TBL 22. febrúar 2013 kl. 08:43 - 08:43 Eldri-fundur

Atvinna - Umsjónarmaður Smámunasafns Sverris Hermannssonar
Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða umsjónarmann Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Um er að ræða fullt starf yfir sumartímann, en hlutastarf á öðrum tímum.

Helstu verkefni:
• Annast daglegan rekstur og umsjón með Smámunasafninu að Sólgarði í Eyjafjarðarsveit.
• Sjá um rekstur verslunar- og veitingaþjónustu á vegum safnsins.
• Samstarf við félög og nefndir sem sinna ferðaþjónustu og safnastarfsemi.
• Skipuleggja viðburði á vegum safnsins.
• Kynningarstarf og önnur verkefni sem lúta að rekstri  safnsins.

Hæfniskröfur:
•Menntun sem nýtist í starfi.
•Umsækjandi þarf að búa yfir góðum samskiptahæfileikum.
•Hann þarf að geta unnið sjálfstætt.
•æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja rekstrar- og stjórnunarreynslu.
•Tungumálakunnátta er æskileg.

Umsóknarfrestur um starf þetta er til og með 28. febrúar. Umsóknir skulu vera skriflegar og þeim fylgi upplýsingar um menntun og starfsreynslu. Umsóknir sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar Skólatröð 9, 601 Akureyri.
Nánari upplýsingar veitir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í síma 463 0600.
Eyjafjarðarsveit


íþróttamiðstöð
Opnunartími sundlaugar: kl. 6:30-21:00 alla virka daga og kl.10:00-17:00 um helgar.
Gjaldskrá 2013: Eitt skipti    450 kr.     Leiga sundföt  350 kr.
                      10 miðar  3.700 kr.     Leiga handklæði 350 kr.
                      30 miðar  8.000 kr.     Líkamsrækt  450 kr.
                      árskort  32.000 kr      Frítt fyrir sundlaugargesti í líkamsrækt.
Börn 0-15 ára, örorku- og ellilífeyrisþegar fá frítt í sund
Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk íþróttamiðstöðvar


Málverk í skrifstofuhúsnæði Eyjafjarðarsveitar
Að undanförnu hefur Samúel Jóhannsson í Marki sýnt málverk sín hér í anddyri og á göngum skrifstofunnar og Félagsborgar að Skólatröð 9. áhugasömum er bent á að skoða heimasíðu Samúels http://samueljohannsson.wordpress.com/ en nú fer hver að verða síðastur að skoða þessi fallegu málverk.
Nú leitum við að öðrum listamönnum sem gætu hugsað sér að sýna verk sín hér hjá okkur. áhugasamir hafi samband við skrifstofuna á skrifstofutíma. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Tónleikar píanónemenda verða haldnir í Laugarborg þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20:30. Fram koma lengra komnir píanónemendur skólans ásamt gestanemendum frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis. Tónlistarskóli Eyjafjarðar


Opnunartímar bókasafns Eyjafjarðarsveitar eru sem hér segir:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00       
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
árshátíð félagsins verður haldin í Félagsborg föstudaginn 22. febrúar 2013. Húsið opnað 18.30. Addi s.4631203/893-3862. óttar gsm 894-8436. Vilborg s.463-1472/868-8436. Kristín s.463-1347/894-4027. Nefndin


Frá foreldrafélagi Hrafnagilsskóla
Föstudaginn 1.mars ætlum við að bjóða foreldrum og forráðamönnum upp á skemmtilegan fyrirlestur hjá Siggu Dögg. Hún er sálfræðingur með MA í kynfræði frá Curtin háskóla í vestur ástralíu. Sigga Dögg ætlar að byrja daginn kl. 8:15 í Hrafnagilsskóla og hitta unglingana í tveimur kynjaskiptum hópum, klukkustund með hverjum hóp. Síðan ætlar hún að hitta foreldrana á eftir og ræða um kynfræði í víðri merkingu. Foreldrar barna á öllum stigum eiga erindi á þennan fyrirlestur sem verður kl. 11-12:30 á bókasafninu. Sigga heldur úti heimasíðu sem þið ættuð að líta á siggadogg.is. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórn foreldrafélagsins


Frá sunddeild Samherja
Næstkomandi sunnudag er konudagur og í tilefni hans ætlum við að banka upp á og selja nýbökuð rúnstykki. Við bjóðum upp á fjögur mismunandi stykki í poka sem við seljum á 500 kr. Við verðum á ferðinni fyrir hádegi og rennur allur ágóði af sölunni til æfingaferðar sem fyrirhugað er að fara næsta sumar. Með von um góðar viðtökur.
Hressir sundgarpar


Kleinur - Kryddbrauð -  Vantar þig ekki kleinur eða kryddbrauð í frystinn?
Alltaf gott þegar óvænta gesti ber að garði!! :-) Ef svo er getur þú, þann 9. mars, fengið slíkt bakkelsi nýbakað og volgt HEIM Að DYRUM!  þá hefur þú einnig styrkt enn betra skólastarf í Leikskólanum Krummakoti en starfsfólkið er að fara í námsferð í lok apríl  og efnir því til fjáröflunar.
*10 kleinur eru í poka og kostar einn poki 600 krónur og tveir pokar 1000 krónur.
*Eitt kryddbrauð kostar 600 krónur og tvö 1000 krónur.
Hver og einn má kaupa eins mikið og hann vill ;-) en panta þarf bakkelsið fyrir mánudaginn 4. mars og best er að senda tölvupóst á helen@krummi.is en einnig er hægt að hringja í síma 899-7957 (Helen) eða í síma 824-3129 (Imma). þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru: nafn, heimilisfang, sími og magn bakkelsis.
Með fyrirfram þökk fyrir góðar viðtökur, starfsfólk Krummakots


Spil óskast gefins
óskum eftir spilum af öllum stærðum og gerðum. Ef svo skemmtilega vill til að þið sjáið ykkur fært um að gefa okkur spil, verða þau vel þegin. Tekið verður á móti spilum í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar. Með fyrirfram þökk, félagsmiðstöðin Hyldýpið


Félagsfundur
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar boðar til félagsfundar mánudaginn 25. febrúar 2013 kl. 10.30 á Kaffi Kú. á fundinum verður farið yfir tilboð sem B.E. hefur fengið í jarðvinnslutæki. Félagsmenn eru hvattir til að mæta, koma með hugmyndir að tækjakaupum og taka þátt í ákvörðuninni um hvaða tæki verða keypt. Veitingar í boði. Kveðja, stjórnin


Karlakór Eyjafjarðar mun halda eina af sínum margrómuðu fiskiveislum þar sem borinn verður fram siginn fiskur ásamt öllu tilheyrandi, föstudagskvöldið 22. febrúar í matsal Norðurorku að Rangárvöllum og hefst borðhald kl. 19.00. Húsið verður opnað kl. 18.30 og kostar máltíðin 2.000 kr á mann. (Hlaðborð). Karlar nú er upplagt tækifæri á að bjóða eiginkonunum í rómantískan kvöldverð í tilefni af því að konudagurinn nálgast!! Við pöntunum taka Jón í síma 618-0889 og Toni í síma 862-4003


Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.30. á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Gert er ráð fyrir að formenn nefnda skili ársskýrslu til stjórnar fyrir aðalfund eða á fundinum sjálfum. Undir önnur mál verður umræða um endurskoðun á rekstri Melgerðismela. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin


Iðunnarkvöld er miðvikud. 27. feb. kl. 20 í Laugarborg. Hlökkum til að sjá sem flestar. Stjórnin


ágætu Hjálparkonur athugið
Aðalfundur kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn sunnudagskvöldið 24. feb. n.k. í Funaborg og hefst hann kl. 20.00 stundvíslega.  Fyrirlestur, gómsætar veitingar, venjulega aðalfundarstörf og önnur mál. Nýjar konur velkomnar.  Vonumst til að sjá ykkur sem flestar. Kær kveðja, stjórnin


Jóganámskeið verður haldið í Hrafnagilsskóla frá 26. febrúar-18. mars. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30-19:00. Kennari er Helga Haraldsdóttir jógakennari frá Orkulundi. Námskeiðið er byrjendanámskeið en hentar einnig lengra komnum. Verð: 8000 krónur. áhugasamir hafi samband við Hrund Hlöðversdóttur í síma 699-4209 eða í gegnum netfangið hrund@krummi.is


Neglur-ásetning og lagfæring Verð frá 3.500 kr. Er í Hrafnagilshverfinu. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 866-2796 eftir kl. 17:00 a.v.d. og kl. 13:00-17:00 um helgar. Hrönn


Enska fyrir byrjendur
Námskeið fyrir þá sem vilja ná tökum á einföldum setningum og byggja upp grunnorðaforða í ensku. Við hittumst einu sinni í viku, alls sjö sinnum, klukkustund í senn.
Tími: Fimmtudagar kl. 19:30-20:30. Byrjum 28. feb. Staður: matsalur Silvu, Syðra-Laugalandi efra. Verð: 5000 krónur, posi á staðnum. öll gögn innifalin.
Kennari: Kristín Kolbeinsdóttir. Skráning í síma 861-4078 eða á netfangið silva@silva.is


Aðstoð í ensku
Bíð upp á aðstoð við enskunám hvort heldur sem er á grunn-, framhalds- eða háskólastigi. Aðstoðin er alltaf sniðin að þörfum hvers einstaklings. Nánari uppl. í síma 861-4078 Kristín K.


FREYVANGSLEIKHúSIð  kynnir Dagatalsdömurnar
8. sýning 22. feb. kl. 20 örfá sæti laus
9. sýning 23. feb. kl. 20 STJáNASýNING
10. sýning 1. mars kl. 20
Aukasýning 2. mars kl. 16 UPPSELT
12. sýning 2. mars kl. 20
Sýnt á föstudögum og laugardögum.
Miðapantanir í síma 857-5598 milli kl. 17 og 20 og á freyvangur.net

Getum við bætt efni síðunnar?