Auglýsingablaðið

1278. TBL 25. febrúar 2025

Auglýsingablað 1278. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 25. febrúar 2025.

 


Sveitarstjórnarfundur

649. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, miðvikudaginn 26. febrúar og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Bókasafnið

Vegna vetrarleyfis verður bókasafnið lokað dagana 5.-7. mars
Safnið opnar aftur þriðjudaginn 11. mars og þá er opið eins og venjulega:
Þriðjudaga kl. 14.00-17.00
Miðvikudaga kl. 14.00-17.00
Fimmtudaga kl. 14-18.00
Föstudaga kl. 14.00-16.00



Ungmennafélagið Samherjar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 50% stöðu

• Framkvæmdastjóri vinnur eftir ákvörðun stjórnar Umf. Samherja hverju sinni og kemur þeim verkefnum sem stjórn samþykkir í framkvæmd. Hann hefur jafnframt yfirumsjón með starfi félagsins.

Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með því að gerast aðalþjálfari í einum eða fleiri flokkum í starfinu.

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni okkar www.samherjar.is en einnig er hægt að hafa samband við Svanhildi Ósk Ketilsdóttur, formann Umf. Samherja, í síma 864-3085 á milli kl. 10:00-13:00 á daginn fyrir nánari upplýsingar.
Umsóknir sendist á netfangið samherjar@samherjar.is 
Umsóknarfrestur er til 1. apríl.



Land míns föður í Freyvangsleikhúsinu

Frumsýning á verkinu Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson með tónlist eftir Atla Heimir Sveinsson, verður frumsýnt hjá Freyvangsleikhúsinu föstudagskvöldið 28. febrúar kl.20.

Land míns föður er söngleikur um stríðsárin í Reykjavík, hernámið og það sem því fylgdi. Hvaða áhrif hafði hernámið á íslendinga, einstaklinga og þjóðlífið í heild? . Athyglin beinist að unga parinu Báru og Sæla og fólkinu í kringum þau. Þau eru að hefja búskap þegar stríðið skellur á. Sæli kýs að fara frekar á sjóinn en í Bretavinnuna, en Bára og móðir hennar opna þvottahús sem þjónar hernum. Bára kynnist breskum liðsforingja og í fjarveru Sæla fella þau hugi saman. Ýmislegt gengur á áður en yfir lýkur og hlökkum við til að ferðast með ykkur aftur í tímann.
Miðasala er í fullum gangi á tix.is og í síma 857-5598.

 


VILTU VERÐA HLUTI AF SUMRINU Í EYJAFJARÐARSVEIT? 

Við leitum að tveimur lífsglöðum tjaldvörðum til að gera sumarið enn betra á tjaldsvæðinu okkar!

Þetta er draumastarfið fyrir þig sem:
• Hefur gaman af því að hitta fólk frá öllum heimshornum.
• Nýtur þess að vera úti í náttúrunni.
• Ert þjónustulund(uð) og brosmild(ur).
• Talar ensku (önnur tungumál eru kostur!).
• Hefur metnað til að halda umhverfinu snyrtilegu.
• Getur unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði.

Helstu verkefni:
• Taka á móti gestum og veita þeim góða þjónustu.
• Halda tjaldsvæðinu hreinu og snyrtilegu.
• Sinna vöktun á gámasvæði tvisvar í viku.
• Sláttur og umhirða tjaldsvæðis.
• Tekur þátt í umhirðu íþróttasvæðis.
• Önnur tilfallandi verkefni.

Við bjóðum:
• Lifandi og skemmtilegt sumarstarf.
• Vaktavinnu, kl. 8-14 aðra vikuna og 14-20 hina. Frí aðra hvora helgi (með fáum álagstengdum undantekningum).
• Frábært starfsumhverfi í fallegri sveit
• Góðan starfsanda.

Aldurstakmark 20 ár.

Tekið er á móti umsóknum á netfanginu karlj@esveit.is. Þeim þarf að fylgja kynningarbréf og ferlisskrá.
Nánari upplýsingar veitir Karl Jónsson forstöðumaður á netfanginu karlj@esveit.is eða í síma 464 8140 fyrir kl. 16.

Getum við bætt efni síðunnar?