Auglýsingablað 1264. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 22. október 2024.
Kæru sveitungar
Tímaritið okkar Eyvindur kemur út fyrir jólin eins og venjulega.
Því óskum við eftir að fá sent til okkar t.d. skemmtilegar sögur, ljóð eða annað sem þið hafið samið til að birta. Eins eru ábendingar vel þegnar um spennandi viðtals- eða umfjöllunarefni, jafnvel ljósmyndir fyrr og nú, samanburð af húsum eða sjónarhorni, hvað eina sem ykkur dettur í hug og gæti átt erindi í Eyvind.
Kær kveðja frá ritnefnd
Benjamín Baldursson s: 899-3585, tjarnir@simnet.is
Berglind Kristinsdóttir s: 693-6524, berglind@esveit.is
Arnbjörg Jóhannsdóttir s: 894-6922, kvistar@internet.is
Arnór Bliki Hallmundsson s: 864-8417, hallmundsson@gmail.com
Freyvangsskemmtun fyrsta vetrardag
Gerum okkur glaðan dag á sprúðlandi skemmtun í Freyvangi 26. október kl. 21:00.
Miðaverð 4.000 kr. Hægt er að nálgast miða í síma 857-5598 eða á freyvangur@gmail.com eða við innganginn.
Kynnir kvöldsins verður okkar eini sanni Brói, öðru nafni Jón Benónýsson.
Guðný Ósk syngur Ellýarlög.
Teddi Óla kemur með uppistand.
Þjóðann Baltastar og Járnbrá þenja raddböndin.
Ronja, Þóranna Ásdís og María Björg leika á þverflautu.
Erla Mist tekur lagið.
Syðri-Tjarnarbóndinn Hafþór Önundar grýpur með gítarinn.
Svo eru allar líkur á því að fleiri munu stíga á stokk.
Í lokin mun Elín danskennari keyra upp stuðið með dansi.
Veitingasalan opin - húsið opnar kl. 20:00.
Fiskikvöld KKE
Karlakór Eyjafjarðar efnir til stórveislu í Skeifunni Félagsheimili Léttis Akureyri, föstudaginn 1. nóvember kl. 19:00.
Þar verður á boðstólnum siginn fiskur með hamsatólg og nýbökuðu rúgbrauði ásamt Þórustaðarkartöflum.
Eitthvað fljótandi verður einnig hægt að fá, sem breytir salnum í sjávarþorps krá.
Söngur, grín og mikið gaman.
Verð kr. 4000,-
Allir eru velkomnir.
Karlakór Eyjafjarðar.
Bleika veiðiflugan til styrktar KAON
Bleikar veiðiflugur frá BM flugur til sölu út október á 1.000 kr./stk.
Flugurnar voru sérstaklega hannaðar fyrir þetta verkefni.
1.000 kallinn rennur óskiptur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Pantanir í síma 866-2796 eða hronn1971@gmail.com
Dagbókin Tíminn minn 2025
Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2025 til sölu á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Dagbókin er fallega myndskreytt eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur og er full af jákvæðni og góðum ráðum. Tilvalin í afmælis- eða jólagjöf handa ömmum, mömmum, dætrum, frænkum, vinkonum og öllum öðrum sem vilja eignast svona eigulega dagbók.
Nánari upplýsingar og pantanir hjá:
Ásta Heiðrún í síma 893-1323/astast@simnet.is
Hrönn í síma 866-2796/idunnhab@gmail.com