Auglýsingablaðið

757. TBL 12. nóvember 2014 kl. 12:05 - 12:05 Eldri-fundur

Fundur sveitarstjórnar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn 19. nóvember kl. 15:00 í fundarstofu 2, Skólatröð 9.

Heimaþjónusta - tímabundið hlutastarf!
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni til að sinna heimaþjónustu tímabundið. Starfið felst í aðstoð við eigin umsjá. Nánari upplýsingar í síma 463-0600 eða með tölvupósti esveit@esveit.is
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Kæru sveitungar
Föstudaginn 14. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans. Nemendur munu flytja atriði í tali og tónum tengd þema dagsins sem að þessu sinni er jafnrétti. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast þjóðarskáldsins Jónasar Hallgrímssonar með upplestri á ljóðum hans.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. Þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára                                 ókeypis
1.-10. bekkur                         600 kr.
Þeir sem lokið hafa grunnskóla 1.200 kr.
Einnig munu nemendur 10. bekkjar selja gjafapakkningar sem innihalda kaffi og sælgæti. Enginn posi er á staðnum. Ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla

Leiðarlýsing 2014
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. Þeir sem hafa leigt krossa undanfarin á þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra. Gjald fyrir hvern kross er kr. 3.000. Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma: 894-0283 eða Stefáni í síma: 864-6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.

Danssýning
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 6.-10. bekk í Hrafnagilsskóla og af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13:20. Þar sýna nemendur þessara bekkja hvað þau hafa lært hjá Elín Halldórsdóttur danskennara.
Allir hjartanlega velkomnir.

Félagar í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar
Minnum á félagsfundinn fimmtudaskvöldið 13. nóvember á Lamb Inn Öngulsstöðum. Sérstakur gestur á fundinum verður Edward Huijbens forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála. Mikilvægt að fjölmenna og láta sig félagsstarfið varða.
Stjórnin

Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 16. nóvember verður messa í Kaupangskirkju kl.11:00.
Sama dag verður messað í Grundarkirkju kl.14:00. Sóknarprestur Húsavíkurprestakalls sr. Sighvatur Karlsson sækjir okkur heim og syngjur tíðir með kirkjukórnum undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Allir velkomnir.
Sóknarprestur

Áflagallerýið auglýsir
Opið frá kl. 13:00-17:00 á laugardaginn og sunnudaginn. Fallegar tækifæris- og jólagjafir. Gerða verður með opið frá kl. 13:00-17:00 á sunnudag í Markaðsskúrnum þar sem kennir ýmissra grasa.
Verið velkomin

Afmælisboð
Kvenfélagið Hjálpin varð 100 ára þann 25. október síðastliðinn og ætlar að vera með afmælisveislu í Funaborg þann 16. nóvember kl. 14:00.
Af því tilefni langar okkur að bjóða sveitungum og velunnurum okkar og þá sérstaklega íbúum Saurbæjarhrepps hins forna og fyrrverandi félagskonum að koma og fagna þessum tímamótum með okkur.
Kvenfélagið Hjálpin

Iðunnarkvöld
Minnum á Iðunnarkvöld miðvikudagskvöldið 19. nóvember kl. 20:00 í Laugarborg. Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Iðunnarkonur

Tónar á Grund - tónleikar í Grundarkirkju 
Fimmtudagskvöldið 20. nóvember kl. 20 heldur Kirkjukór Laugalandsprestakalls tónleika í Grundarkirkju í tilefni af komu nýs orgels í kirkjuna. Um er að ræða fyrri tónleika af tveimur undir heitinu „Tónar á Grund“ sem kórinn stendur fyrir til að fagna nýja orgelinu. Menningarráð Eyþings styrkti kórinn til tónleikahaldsins.
Einsöngvarar á tónleikunum verða Auðrún Aðalsteinsdóttir og Helgi Þórsson og á efnisskránni verður m.a. Draumalandið eftir Sigfús Einarsson, Orfeus og Evridís eftir Megas og Þitt fyrsta bros og Vetrarsól eftir Gunnar Þórðarson, auk kórtónlistar frá ýmsum tímum. Stjórnandi og orgelleikari er Daníel Þorsteinsson.
Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti framlögum þeirra sem styðja vilja starfs kórsins.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls

Félag aldraðra í Eyjafirði
Jólahlaðboð félagsins verður föstudaginn 28. nóvember í mötuneyti Hrafnagilsskóla. Nánar auglýst síðar.
Nefndin

Í ár ber 1. desember upp á mánudag!
Við munum fagna því með hressilegu uppistandi um fjörðinn okkar og ljúfum tónum úr heimabyggð. Ekki láta þig vanta og taktu kvöldið frá.
Menningarmálanefnd

Sveitatöfrar í Eyjafjarðarsveit
29. nóvember 2014

 

Getum við bætt efni síðunnar?