Auglýsingablaðið

1039. TBL 22. apríl 2020

Auglýsingablað 1039. tbl. 12. árg. 22. apríl 2020.



Leikskólinn Krummakot vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða 100% stöður leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun (B.s., B.a., B.ed) sem að nýtist í starfi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 4. ágúst 2020 eða eftir samkomulagi.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
• Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf
• Lipurð í samskiptum
• Góð íslenskukunnátta

Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is eða http://krummakot.leikskolinn.is/ 

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2020.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is. 

 


Gleðilegt sumar

Nú er snjórinn óðum að hverfa í sveitinni og þá kemur gjarnan í ljós ýmislegt rusl í vegköntum, rúlluplast á girðingum og kerfill hér og þar.
Umhverfisnefndin vill hvetja íbúa til að tína rusl og stinga upp illgresi í kringum sig.
T.d. er kjörið að nýta „Dag umhverfisins“, laugardaginn 25. apríl, til útveru og tiltektar en þá er jafnframt „Stóri Plokkdagurinn“ sem er landsátak í ruslatínslu.
Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega.
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar


Óskum eftir jörð í Eyjafjarðarsveit
Við leitum að jörð með eða án húsa. Sé jörðin án húsa þarf jörðin að uppfylla kröfur um góða staðsetningu fyrir bæjarstæði, vatn og aðkomu.
Lágmarksstærð eru 15 hektarar í ræktuðu- og beitarlandi.
Hitaveita, eða möguleiki á hitaveitu skilyrði.
Hámark 20 mín. aksturfjarlægð frá Akureyri.
Verðhugmynd allt að 90 milljónir.
Fyrir frekari upplýsingar sendið tölupóst á gudbjorglilja86@gmail.com eða hafið samband í síma 865-0579.
Kveðja Guðbjörg.



Snyrtistofan sveitasæla Öngulsstöðum

Vonar að allir hafi notið páskanna þrátt fyrir að vera kannski ekki eins vel snyrt og vanalega :) Ég hef fengið leyfi til að opna mánudaginn 4. maí og því tilvalið að fara að panta tíma. Allar hefðbundnar snyrtingar í boði eins og litun og plokkun, fótsnyrting, handsnyrting, vax, húðhreinsun og andlitsmeðferðir.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone í sölu og í öllum meðferðum.
Gjafabréf í dekur (henta bæði konum og körlum) eru tilvalin gjöf við öll tækifæri. Hægt að nálgast þau með því að hringja í mig í síma 833-7888 eða 891-6276.
Verið dugleg að fylgjast með mér á facebook, þar getið þið séð allt um þær meðferðir sem eru í boði og verð.
Hafið það sem allra best og farið vel með ykkur.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?