Sumaropnunartími sundlaugar Eyjafjarðarsveitar tók gildi 16. maí og er eftirfarandi: Mánudag – föstudag 06:30 – 22:00.
Laugardag – sunnudag 10:00 – 20:00
Bændur athugið. Búnaðarfélag Hrafnagilshrepps og Búnaðarfélag öngulsstaðahrepps boða til fundar í
Hlöðunni á öngulsstöðum þriðjudaginn 26. maí kl. 20:30. Dagskrá: 1. Sameining félaganna. 2. önnur mál. Stjórnir
félaganna
Frá Munkaþverárkirkju. Kirkjan verður lokuð til laugardagsins 30. maí vegna viðhalds og viðgerða. Sóknarnefnd.
óska eftir skúr/kofa fyrir hænur. Ef einhver á og vill losna við fyrir lítið gamlan vinnuskúr sem gagnast undir hænur
má hann hafa samband við mig í síma 463-1197 / 693-6524, kv. Berglind Hrafnagili.
Sundnámskeið fyrir börn fædd 2003. Dagana 8.-11. júní verður boðið upp á sundnámskeið í sundlauginni
við Hrafnagilsskóla fyrir börn fædd 2003. Hægt er að velja um tvær tímasetningar (kl. 9:00 og 10:00). Tryggvi Heimisson,
íþróttakennari sér um námskeiðið og gjald fyrir hvert barn er 3.000 kr. Nánari upplýsingar og skráning er í höndum
Nönnu skólaritara í síma 464-8100 fyrir 27. maí.
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Hólakot og við Stíflubrú frá og með laugardeginum 23.
maí n. k. til og með þriðjudagsins 3. júní. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.