Umsókn um heimaþjónustu

Sótt er um stuðningsþjónustu rafrænt í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar

https://thjonustugatt2.akureyri.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f

Það þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og ef aðstoðar er þörf má hafa samband á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og mæla sér mót við starfsmann til að fá aðstoð við að fylla út umsóknina. Matsteymi á vegum Velferðarsviðs Akureyrarbæjar sér um að meta þjónustuþörf en starfsfólk stuðningsþjónustu Eyjafjarðarsveitar sér um þjónustuna.

 

Öldruðum, öryrkjum og þeim sem eiga við tímabundin veikindi að stríða eða erfiðar félagslegar aðstæður er veitt heimaþjónusta á vegum sveitarfélagsins. Sótt er um stuðningsþjónustu rafrænt í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar en ráðgjafaþjónusta velferðarsviðs Akureyrarbæjar framkvæmir mat á þörfum umsækjenda samkvæmt þjónustusamningi þar um og gerir tillögu um umfang þjónustu í hverju tilviki.
Eyjafjarðarsveit annast síðan framkvæmd þjónustunnar.
Nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463 0600 eða á netfanginu esveit@esveit.is

Gjaldskrá vegna heimaþjónustu má finna í listanum hér.

Síðast uppfært 18. apríl 2025
Getum við bætt efni síðunnar?