Sveitarstjórnarfundur
415. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, þriðjudaginn 20. mars og hefst hann kl. 16:00.
Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsinswww.eyjafjardarsveit.is
Sveitarstjóri
Urðunarstaður fyrir dýraleifar
Eins og kunnugt er eru dýraleifar sem falla til við búrekstur í sveitarfélaginu brenndar á Húsavík með ærnum tilkostnaði. Auk
þess mikla kostnaðar þá verður sorp¬brennslunni lokað í haust ef ekki verður lagt í verulegan kostnað við endurbætur á henni.
Leitum við því enn að urðunarstað fyrir dýraleifarnar.
þeir sem geta hugsað sér að skoða þessa hugmynd hafi vinsamlegast samband við undirritaðan. Jónas Vigfússon sveitarstjóri
Saurbæjarsókn
Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarsóknar verður haldinn laugardaginn 17. mars kl. 10.30 í Sandhólum. Venjuleg aðalfundarstörf. öll
sóknarbörn hjartanlega velkomin.
Sóknarnefndin
Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 25. mars kl. 13:30.
Fermingarbörn eru hjartanlega velkomin. Aðalfundur Kaupangssóknar að lokinni athöfn.
Kv. Hannes
Kaffi ásamt hnallþórum og söng
Eyrarrósirnar munu sjá til þess að borðin í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit, svigni undan kræsingum sunnud. 18. mars n.k. kl. 15:00. Um kl. 15:30 mun
Karlakór Eyjafjarðar taka lagið og syngja nokkur lög.
Verð aðeins kr. 2.000 fyrir fullorðna, frítt fyrir 12 ára og yngri.
ATH. getum því miður ekki tekið við kortum.
Velkomin í kaffihlaðborð og hlusta á ljúfa tónlist.
Eyrarrósirnar og Karlakór Eyjafjarðar
Kæru Iðunnarkonur
Iðunnarkvöld verður í Laugarborg,
miðvikudagskvöldið 21. mars kl. 20. þar ætlum við að prjóna, hekla, lesa eða bara að sýna sig og sjá aðra :)
Kveðja, stjórnin
Handverkshátíð 2012
Nú gefst handverksfólki og hönnuðum kostur á að sækja um aðstöðu á sýningarsvæði Handverkshátíðar 2012.
Hátíðin sem nú verður haldin í 20. sinn verður sérstaklega vegleg af því tilefni. Umsóknarfresturinn rennur út 1.
apríl.
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.handverkshatid.is
Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar
Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju á boðunardegi Maríu, sunnudaginn 25. mars og verður að aflokinni messu sem hefst
kl. 13.30.
á dagskrá fundarins eru hefðbundin störf aðalsafnaðarfundar.
Safnaðarsystkin eru hvött til að mæta og taka þátt í starfi kirkjunnar okkar.
Sóknarnefnd
Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps
Aðalfundur verður haldinn í Funaborg 28. mars n.k. kl. 20.00. Dagskrá; venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. Auk þess verða flutt erindi. Nánar
auglýst síðar.
Stjórnin
Aðalfundur Umf. Samherja
Ungmennafélagið Samherjar boðar til aðalfundar
þann 29. mars. kl. 20:30 í Félagsborg.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður sérstök umfjöllun um sölu á eignum félagsins til Eyjafjarðarsveitar.
Kaffiveitingar í boði.
Stjórn Umf. Samherja
Kæru sveitungar!
ég, Bjarkey Sigurðardóttir, Rökkurhöfða Eyjafjarðarsveit, held popp/rokk tónleika á Græna hattinum fimmtudagskvöldið 15. mars kl. 21.
Með mér spila þrír ungir menn héðan úr sveitinni, þeir Axel Ingi árnason (píanó), þorsteinn Kári Guðmundsson
(gítar) og þorvaldur Yngvi Schiöth (trommur) og Skagfirðingurinn Gunnar Sigfús Björnsson (bassi). það myndi kæta mig (okkur) mjög að
sjá vinaleg andlit úr sveitinni. Bjarkey Sigurðardóttir
Herrakvöld
Frumlegt, forvitnilegt og öðruvísi herrakvöld verður
haldið á Kaffi Kú þann 16. mars n.k. kl. 20:31. Allir karlmenn velkomnir. Takið kvöldið frá.
Margrét og Helga