Höskuldsstaðir – skipulagslýsing deiliskipulags
í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 22. mars s.l., er hér með auglýst skipulagslýsing að deiliskipulagi
íbúðarreits íS15 að Höskuldsstöðum skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsingin, sem er sett fram í greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðar¬sveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins
www.eyjafjardarsveit.is.
á kynningartímanum verði gefinn kostur á að koma með athugasemdir við skipulagslýsinguna. Frestur til að gera athugasemdir við lýsinguna er
til og með 4. apríl 2011. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulag svæðisins og deiliskipulagið auglýst á hefðbundinn hátt.
Sveitarstjóri
Atvinna
Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir flokksstjóra við vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Ráðningartíminn er frá byrjun
júní fram í miðjan ágúst.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar s: 463 1335 og einnig má senda fyrirspurnir á netfangið esveit@esveit.is
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Atvinna
Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir starfsmanni til ýmissa umhirðustarfa í sumar. Ráðningartíminn er frá miðjum maí fram í
miðjan ágúst.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar s: 463 1335 og einnig má senda fyrirspurnir á netfangið esveit@esveit.is
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Sunnudagaskólinn
Minnum á sunnudagaskólann í Hrafnagilsskóla næsta sunnudag (27. mars) milli kl. 11 og 12. Vonumst til að sjá sem flesta, bæða stóra og
smáa...
Starfsfólk sunnudagaskólans
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar
Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að
öngulsstöðum 1. apríl kl. 11:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Síðan mun Guðmundur Steindórsson fara yfir skýrsluhald í
nautgriparækt. Ingvar Björnsson flytur erindi um búvélakostnað í landbúnaði og fleira.
Stjórnin
Aðalfundur umf. Samherja
Minnum á aðalfund Samherja sem haldinn verður í Félagsborg þriðjudaginn 29. mars
kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Léttar veitingar í boði.
Stjórn Samherja
árshátíð miðstigs
árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 24. mars n.k. og hefst kl. 20:00.
Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna leikritið það eru engin tígrisdýr í Afríku sem samið var sérstaklega fyrir þessa
hátíð.
Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og Elín Halldórsdóttir mun stjórna dansi eins og henni einni er lagið.
Skemmtuninni lýkur kl. 22:30. Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir grunnskólanemendur, 1.100 kr. fyrir eldri og frítt fyrir þá sem hafa ekki náð
grunnskólaaldri. Allur ágóði rennur til nemenda, bæði til að greiða lyftugjöld í skíðaferð og einnig fá 7. bekkingar
niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum.
Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppa verður á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla
Frá Freyvangsleikhúsinu
Góði dátinn Svejk þykir stórgóður.
Um síðustu helgi fóru á þriðja hundrað brosandi andlit úr Freyvangi.
Okkur langar að benda á að nú er talsvert farið að bókast í sýningar fram að páskum.
því er vissara að fara að tryggja sér miða sem fyrst.
Föstudagur 25. mars kl. 20:00 10. sýning
Laugardagur 26. mars kl. 20:00 11. sýning
Föstudagur 1. apríl kl. 20:00 12. sýning
Laugardagur 2. apríl kl. 20:00 13. sýning
Föstudagur 8. apríl kl. 20:00 14. sýning
Laugardagur 9. apríl kl. 20:00 15. sýning
Föstudagur 15. apríl kl. 20:00 16. sýning
Laugardagur 16. apríl kl. 20:00 17. sýning
Hægt er að nálgast miða á eftirfarandi hátt:
-Hringja í síma 857-5598 frá kl. 17 virka daga og kl. 10 um helgar
-Fara í Eymundsson, Hafnarstræti á 2. hæð.
- eða fara inn á heimasíðuna; www.freyvangur.net
Miðaverð er 2900 kr.
Minnum einnig á að við erum í samstarfi við Ferðaþjónustuna á öngulsstöðum.
Kveðja: Freyvangsleikhúsið