Hreyfing

Í Eyjafjarðarsveit er aldurshópnum 60+ boðið upp á fjölbreytt hreyfiúrræði. Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit er í samstarfi við Ungmennafélagið Samherja sem sjá um skráningu og utanumhald þeirra úrræða sem eru í boði. Þátttakendur skrá sig hjá ungmennafélaginu í Sportabler og ganga þar frá greiðslu æfingagjalda. Eldri borgarar eiga kost á árlegum lýðheilsustyrk frá sveitarfélaginu. Nánari upplýsingar HÉR. Sveitarfélagið úthlutar tíma í íþróttamannvirkjum sínum fyrir þennan hóp.
 
Eyjafjarðarsveit tekur þátt í verkefninu Bjartur lífsstíll og er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar ábyrgðarmaður verkefnisins fyrir hönd sveitarfélagsins.
 
Sundleikfimi
Mánudagar kl. 13.30 - 14.30
Fimmtudagar kl. 13.30 - 14.30 (er kl. 13-14 fram í október vegna sundkennslu í 1. bekk)
 
Styrktartímar
Föstudagar kl. 11.20 - 12.20
 
Boccia
Miðvikudagar kl. 10.45 - 12.00
Föstudagar kl. 11.20 - 12.20
 
Ringo
Þriðjudagar kl. 11.25 - 12.30
Síðast uppfært 24. september 2024
Getum við bætt efni síðunnar?