Auglýsingablað 1272. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 17. desember 2024.

Jólakveðjur
Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar
Opið verður kl. 10:00-14:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar mánudagana 23. og 30. desember og föstudaginn 27. desember.
Lokað verður fimmtudaginn 2. janúar 2025.
Opið verður á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00 frá og með föstudeginum 3. janúar 2025.

Auglýsingablaðið – þetta er síðasta blað fyrir jól!
Fyrsta blað í janúar 2025 verður þriðjudaginn 7. janúar.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 á þriðjudögum á esveit@esveit.is
Sjá nánar hér https://www.esveit.is/is/mannlif/menning-og-listir/auglysingabladid

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Síðasti opnunardagur fyrir jól er föstudagurinn 20. desember. Þá er opið frá kl. 14:00-16:00. Opið verður föstudaginn 27. desember milli kl. 14:00 og 16:00.
Venjulegir opnunartímar safnsins eru:
Þriðjudagar frá kl. 14:00-17:00
Miðvikudagar frá kl. 14:00-17:00
Fimmtudagar frá kl. 14:00-18:00
Föstudagar frá kl. 14:00-16:00
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.
Sjáumst á safninu, jólakveðja, bókavörður.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Opnir tónleikar 17. des. 2024
Á morgun þriðjudaginn 17. des verða opnir tónleikar Tónlistarskóla
Eyjafjarðar í Laugarborg kl. 18.00. Þetta eru jafnframt lokatónleikar á
mikilli tónfunda/tónleika dagskrá á aðventunni. Á tónleikunum koma
fram nemendur af öllum okkar starfsstöðum og á öllum aldri.
Við munum m.a. heyra sexhent píanó frá Grenivík, söngdúett frá Hrafnagili og harmonikku samspil þvert á stöðvar sem og aðra efnilega nemendur frá Svalbarðsströnd og úr Hörgársveit svo eitthvað sé nefnt.
Það eru allir velkomnir að heyra og sjá þverskurð af okkar ágæta nemendahópi og fylgjast með okkar blómlega starfi í Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Verið velkomin.

Jólablaði Lionsklúbbanna í Eyjafjarðarsveit verður dreift í alla póstkassa í hverfinu og í sveitinni miðvikudaginn 18. desember.
Með kærri jólakveðju, Vitaðsgjafi og Sif.

JÓLABLAÐ 2024
LIONSKLÚBBARNIR Í EYJAFJARÐARSVEIT
VITAÐSGJAFI OG SIF

Skötuveisla á Þorláksmessu
Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu, í matsal Hrafnagilsskóla frá kl. 11:30 til 13:30. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Verð er 5.000 kr. á manninn. Lkl. Sif verður einnig með leiðisgreinar til sölu á 3.000 kr. stk.
Allur ágóði rennur til líknarmála.
Kaffi, öl og konfekt. Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.

Lionsklúbburinn Sif selur leiðisgreinar í desember, má bjóða þér?
Leiðisgrein kostar 3.000 kr. og allur ágóði rennur til góðgerðamála.
Við tökum á móti pöntunum til og með 18. desember hjá Kristínu í síma 846-2090 og á netfanginu lionsklubburinnsif@gmail.com
Leiðisgreinarnar verða einnig til sölu í skötuveislu Lionsklúbbana Vitaðsgjafa og Sifjar í Hrafnagilsskóla á Þorláksmessu og hægt verður að sækja þangað áður pantaðar leiðisgreinar sé þess óskað.
Gleðileg jól.
Karlakór Eyjafjarðar og Söngfélagið Sálubót ásamt einsöngvurum og meðleikurum syngja jólin inn á aðventunni með jólatónleikum.
Fimmtudagurinn 19. desember í Glerárkirkju kl. 20:00.
Einsöngvarar: Margrét Árnadóttir sópran, Þorkell Már Pálsson og Sigrún Þóra Þorkelsdóttir og úr röðum Karlakórs Eyjafjarðar. Meðleikarar: Marika Alavere og Daníel Þorsteinsson.
Miðaverð 4.000 kr. Miðasala við innganginn.

Aftansöngur á aðfangadagskvöld
Verið velkomin í Grundarkirkju á aðfangadagskvöld kl. 22:00. Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Unu Haraldsdóttur organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson.

Hátíðarmessa á jóladag
Verið velkomin í hátíðarmessu í Kaupangskirkju á jóladag kl. 13:30. Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir.

Hátíðarmessa annan dag jóla kl. 13:00
Verið velkomin í hátíðarmessu í Hólakirkju á öðrum degi jóla kl. 13:00. Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Unu Haraldsdóttur organista. Prestur Hildur Eir Bolladóttir og meðhjálpari Sveinn Rúnar Sigmundsson.

Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Hrafnagilsskóla
Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla.
Opnunartímar verða sem hér segir:
28. desember kl. 16-22
29.-30. desember kl. 10-22
31. desember kl. 9-16
5. janúar kl. 19-21. (Dalborg)
Flugeldasalan er okkar stærsta fjáröflun og við hvetjum sem flesta til að styrkja björgunarsveitina í okkar heimabyggð.
Við tökum einnig við frjálsum framlögum frá þeim sem ekki vilja styrkja í formi flugelda, bæði er hægt að finna upplýsingar á heimasíðunni okkar, dalbjorg.is eða mæta á staðinn og renna korti í gegnum posann, taka spjallið og fá sér kaffisopa.
Við hlökkum til að taka á móti sveitungum okkar og öðrum velunnurum!
Kveðja,
Hjálparsveitin Dalbjörg.

Jólatrésskemmtun Hjálparinnar
Hin árlega jólatrésskemmtun verður haldin í Funaborg, laugardaginn
28. desember kl. 14:00
Við dönsum í kringum jólatréð og glaðir jólasveinar mæta með góðgæti í poka. Eftir það verða kvenfélagskonur með hlaðborð og kaffi. Enginn aðgangseyrir en frjáls framlög, hlökkum til að sjá ykkur,
kvenfélagið Hjálpin.