Auglýsingablaðið

651. TBL 26. október 2012 kl. 09:59 - 09:59 Eldri-fundur

Niðurgreiðsla æfingagjalda utan Eyjafjarðarsveitar
Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum / forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6-17 ára styrki vegna íþróttaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar. Frá og með 1. nóvember 2012 verður greiddur styrkur vegna barna sem fædd eru á árunum 1995 – 2006.
Meginmarkmið er að öllum börnum og ungmennum í Eyjafjarðarsveit verði auðveldað að stunda þá íþrótt sem þau hafa ekki tök á að stunda hér í sveitarfélaginu.  Innleiðing niðurgreiðslunnar er aukinn stuðningur við fjölskyldur, eykur valfrelsi barna og ungmenna og stuðlar að jöfnuði. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
íþrótta- og tómstundanefnd

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Munið að bókasafnið er opið  seinni partinn mánudaga til fimmtudaga. Athugið að næsta mánudag 29. okt. er ekki opið fyrir hádegi heldur aðeins frá kl. 13:00-16:00.
Alltaf eitthvað nýtt! Bækur, tímarit, kiljur, hljóðbækur, ný jólablöð.
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.

Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Saurbæjarkirkju sunnudaginn 28. október kl. 11:00. Bestu kveðjur fram í sveit.
Hannes

Samæfing björgunarsveitanna við Eyjafjörð
Næsta laugardag, þann 27. október, mun Hjálparsveitin Dalbjörg standa fyrir samæfingu björgunarsveita við Eyjafjörð. æfingin verður haldin við Hrafnagil frá kl. 16 þennan dag og verður því mikil umferð björgunarsveitarfólks um svæðið fram á kvöldið.
æfingin fer þannig fram að sett eru upp hin ýmsu verkefni fyrir björgunarhópana til að leysa. í sumum þessara verkefna verða leiknir sjúklingar sem björgunarsveitarhópar þurfa að sjá um að bjarga úr vissum aðstæðum og fleira. Við vonum því að þið látið ykkur ekki bregða við aukna umferð björgunarfólks og -tækja þennan dag.
æfingastjórn verður með aðsetur í Félagsborg frá hádegi og er þeim sem hafa áhuga á að sjá hvernig æfingin er sett upp, velkomið að líta við.
Bestu kveðjur, Hjálparsveitin Dalbjörg

Reykskynjarayfirferð og Neyðarkallinn 2012
Hin árlega reykskynjarayfirferð Dalbjargar verður farin í næstu viku, 31. október til 4. nóvember. þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, við munum fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður fyrir reykskynjara á kostnaðarverði.
Við viljum minna á að ráðlagt er að skipta árlega um rafhlöður í reykskynjurum, sem og að skipta út gömlum búnaði. Nú þegar jólin nálgast með jólaljósum og kertum er góður tími til að taka til hendinni í þessum málum.
Samhliða yfirferðinni munum við hafa Neyðarkallinn til sölu. Sala á honum er góð fjáröflun fyrir hjálparsveitina og því vonumst við eftir góðum móttökum eins og undanfarin ár.
þeim sem ekki verða heima um helgina, en vilja samt nýta sér þessa þjónustu og kaupa rafhlöður, reykskynjara eða Neyðarkallinn, bendum við á að hafa samband við Sunnu í síma 865-4926 eftir kl. 16:00 á daginn.
Með von um góðar móttökur - eins og alltaf, Hjálparsveitin Dalbjörg

Umf. Samherjar – æfingagjöld
Ekki hafa verið sendir út greiðsluseðlar fyrir æfingagjöld vorannar, þ.e. tímabilið janúar – maí 2012. þeir sem ekki hafa lagt greiðslu inn á reikning okkar eiga von á slíkum seðli nú um mánaðamótin, með eindaga í nóvember.
æfingagjöld fyrir haustönn, þ.e. tímabilið september – desember,  verða send út upp úr mánaðamótunum. á þeim seðli verður eindaginn 31. desember 2012.
Engin æfingagjöld voru í sumar, þ.e. tímabilið júní – ágúst.
æfingagjöld eru 10.000 krónur á barn fyrir hverja önn og gildir einu hvað margar íþróttagreinar það stundar. Börn teljast þau sem eru fædd árið 1997 eða síðar. Einungis eru greidd æfingagjöld fyrir tvö börn í hverjum systkinahóp. Fullorðnir greiða 10.000 á grein nema 15.000 fyrir badminton. Hámarksæfingagjald er þó 20.000 fyrir einstakling og 30.000 fyrir par/hjón. Nánar á heimasíðunni http://www.samherjar.is/ .
þeir sem vilja forðast seðilgjöld geta lagt inn á reikning félagsins 0302-26-000805, kt. 540198-2689 áður en seðlarnir verða sendir út. Vinsamlegast sendið póst á gjaldkera félagsins þegar greitt er sigeiriks@gmail.com
Með bestum kveðjum frá gjaldkeranum, Umf. Samherjar

Silva grænmetis- og hráfæðisstaður
Opið laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. október. Eftir það er einungis opið fyrir pantanir.     Næstu námskeið:
• Eldaðir grænmetisréttir 7. nóv. kl. 18:00
• Námskeið í gerð hristinga 8. nóv. kl. 17:30
• Hráfæði 12. nóv. kl. 18:30
• Kökur og kruðerí 17. nóv. kl. 11:00, endurtekið 22. nóv. kl. 18:30
• Sætt án samviskubits 13. nóv. kl. 18:00, endurtekið 26. nóv. kl. 19:30
• Lifandi fæði 24. nóv. kl. 11:00
Sérsníðum einnig námskeið og fræðslu fyrir litla sem stóra hópa.
Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni  http://silva.is/
 silva@silva.is / sími: 851-1360

Freyvangsleikhúsið kynnir:
ævintýrasöngleikurinn SKILABOðASKJóðAN eftir þorvald þorsteinsson.
8. sýning 27. október kl. 14
9. sýning 28. október kl. 14  UPPSELT
Aukasýning 28. október kl. 17
11. Sýning 3. nóvember kl.14
12. sýning 4. nóvember kl.14  UPPSELT
Aukasýning 4. nóvember kl. 17
AðEINS SýNT í OKTóBER OG NóVEMBER
Miðasala á freyvangur.net og í síma 857-5598 milli kl. 18-20 virka daga og kl. 10-14 um helgar.

Freyvangsleikhúsið kynnir:
DöMUDAGATALIð  ( Calendar girls ). Leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir.
Samlestur í Freyvangi 1. og 2. nóvember kl. 20:00.
Mörg bitastæð hlutverk  fyrir konur á aldrinum 30-60 ára.
Frumflutningur á íslandi. Allir velkomnir. Upplýsingar gefur Ingólfur 840-8865

óskilahross
Tvær merar gengu ekki út á þverárrétt um síðast liðna helgi. þær eru sennilega veturgamlar, önnur rauðblesótt en hin brún og eru þær báðar ómerktar.
Frekari upplýsingar veitir Hörður í síma 897-2942

Getum við bætt efni síðunnar?