Opnunartími Íþróttamiðstöðvar
Opið verður í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar mánudaginn 1. ágúst (frídag verslunarmanna) frá kl. 10.00-20.00
Hlökkum til að sjá þig!
Kveðja, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
Galar, krúnkar, geltir, hrín...
Kæru sveitungar minnum á hana og hænu keppnina og kálfateymingu. Gott væri að fá skráningar á netfangið gudny@esveit.is eða í síma 8982597 sem fyrst því í einhverjum tilfellum gæti héraðsdýralæknir viljað fá að gefa grænt ljós á varnarlínur
Með handverks- og landbúnaðarkveðju, Guðný og Kata
Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning Hrafnagili Eyjafjarðarsveit
Kvöldvaka Handverksthátíðar verður að þessu sinni haldin á föstudagskvöldinu Handverkshátíðarhelgina. Nánar tiltekið föstudagskvöldið 5. ágúst klukkan 19:30.
Glæsileg grillveisla og skemmtidagskrá. Veislustjóri verður sveitarstjórinn knái Ólafur Rúnar Ólafsson.
Fram koma:
Álftagerðisbræður og Diddú
Freyvangsleikhúsið
Sigga og Bobbi sjá til þess að áhorfendur taki þátt og leiða fjöldasöng.
Hæfileikakeppni landssamtaka Sauðfjár- og kúabænda.
Allur ágóði af kvöldvökunni rennur til félagsstarfs í Eyjafjarðarsveit.
Hægt verður að kaupa miða í forsölu í veitingasölu félaganna.
Sjáumst í stóra tjaldinu, Guðný og Kata
Námskeið 2.-4. ágúst í Laugalandi
Heimilisiðnaðarfélagið, í samstarfi við Þjóðháttafélagið Handraðann og Nordplus, ætlar að halda námskeið dagana 2.-4. ágúst í Laugalandi. Textílkennarar frá Finnlandi og Eistlandi munu kenna framhaldsnámskeið í knippli, sólarlitun, finnskt og eistneskt prjón og leðursaum sem uppruninn er frá eyjunni Vormsi. Hvert námskeið kostar 10.000 krónur og er efniskostnaður innifalinn.
Áhugasamir hafi samband við Kristínu Völu Breiðfjörð hjá Handraðanum. Sendið línu á kristinbreidfjord@gmail.com
Sumarakvarell ´16 að Dyngjan-listhús
Námskeið fyrir byrjendur og þá sem hafa nokkra reynslu af því að mála með vatnslitum og vilja bæta við sig kunnáttu.
Námskeiðið verður í Dyngjunni-listhúsi í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit, dagana 19.-21. ágúst, byrjar á föstudegi kl. 17.00-21.00 og kl. 10.00-17.00 hina dagana. Námskeiðsgjald er 20.000 kr. Innifalið er 18 tíma námskeið, kaffi, te og lummur. Annars taka nemendur með sér matarpakka/nesti.
Kennari; Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður og myndlistarkennari.
Nánari upplýsingar í garmann@vma.is
Húsnæði óskast
Við erum ungt par með 3 ára hund að leita að heimili. Leigugeta okkar er 120.000 kr. á mánuði og getum látið fylgja meðmæli. Við erum róleg og heiðarleg. Endilega hafið samband í síma 846-9903 Sigrún eða email candymccorn@gmail.com
Volare
Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær,
þurrkublettir hér og þar, hér og þar?
Augu, eyru, munnur og nef...
Volare vörur þér þú færð, þér þú færð!
Nánari uppl. og pantanir í síma 866-2796 eða á facebooksíðunni; Hrönn Volare
Handverkshátíð 2016
Nú styttist í Handverkshátíð en hún verður haldið 4. - 7. ágúst. Líkt og undanfarin ár sjá Umf. Samherjar og hjálparsveitin Dalbjörg um veitingasölu og gæslu á hátíðinni en þetta er langstærsta fjáröflunarverkefni sem ungmennafélagið tekur þátt í ár hvert og skiptir sköpum fyrir starfsemi félagsins.
Stjórn félagsins vill hvetja alla sem vettlingi geta valdið að bjóða fram krafta sína þessa helgi, hvort sem er með vinnu í veitingasölu, eldhúsi, gæslu eða bakstri fyrir helgina. Allir eru velkomnir til starfa, jafnt börn sem fullorðnir, og störfin eru fjölbreytileg, skemmtileg og unnin í góðum félagsskap :-)
Einnig biður félagið um að hvert heimili styðji starfsemi þess og hjálparsveitarinnar Dalbjargar með því að gefa 2 skúffukökur eða 2 gulrótakökur til hátíðarinnar.
Uppskriftir eru á heimasíðu félagsins ef einhvern skortir slíkar www.samherjar.is
Þeir sem eru klárir í einhverja vinnu, eldhús, veitingasölu, gæslu eða aðra umhirðu, eru beðnir að hafa samband við einhvern úr stjórn félagsins, hægt er að nálgast upplýsingar um stjórn á heimasíðu félagsins.
Eldhús:
Þrískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 5 á hverja vakt
09:00 - 13:00
12:00 - 16:00
15:00 - 20:00
Veitingasala:
Tvískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 13 á hverja vakt
10:30 - 15:00
15:00 - 19:30
Krakkar í 8. bekk eru gjaldgengir í veitingasölu.
Krakkar:
Krakkarnir sjá um að vakta innganga og ferja brauð milli eldhúss og veitingasölu.
Vaktaskipti á heila tímanum, róterað á milli vaktstöðva sem eru 6 talsins
11:00 - 19:00
Æskilegt er að sem flestir krakkar taki þátt en ekki þarf að vera allan daginn.
Við minnum á að þetta er mikilvægasta fjáröflun félagsins og forsenda þess að hægt sé að halda uppi jafn öflugu starfi og raunin er í dag. Æfingagjöld eru einnig afar lág vegna þess hversu vel hefur tekist til með þessa fjáröflun.
Sjáumst á Handverkshátíð