Auglýsingablaðið

718. TBL 13. febrúar 2014 kl. 09:25 - 09:25 Eldri-fundur

álagning fasteignagjalda 2014
Eyjafjarðarsveit sendir ekki út álagningarseðla fyrir fasteignagjöldum. álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir "Mínar síður". Innskráning er með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm frá 1. febrúar til 1. júní. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 25.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar.

Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti er reiknaður sjálfkrafa í samvinnu við þjóðskrá íslands og Ríkisskattstjóra og stuðst við síðasta skattframtal. Afslátturinn er færður til lækkunar á fasteignagjöldum á álagningarseðli.
Upplýsingar um gjaldskrá og afsláttarreglur er hægt að nálgast á
http://www.eyjafjardarsveit.is/is/stjornsysla/gjaldskrar


Umsóknir um leikskóla
Til að fá sem gleggsta mynd af fjölda leikskólanemenda næsta skólaár eru foreldrar sem hyggjast sækja um leikskóla fyrir börn sín hvött til að gera það sem fyrst. Börn eru tekin inn í leikskólann frá 18 mánaða aldri en gott er að fá umsóknir með góðum fyrirvara upp á allt skipulag og starfsmannahald að gera. í ár er reiknað með aðlögun í ágúst og jafnvel fyrr ef þannig aðstæður skapast.
Umsóknarblöð um leikskóla er að finna á heimasíðunni okkar,
http://leikskoli.krummi.is
Bestu kveðjur, Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjórnandi Krummakots


Til foreldra barna á leikskólanum Krummakot
Við minnum á að í kvöld 13. febrúar kl. 20:00 verður fræðsluerindi um agastefnu leikskólans, Jákvæðan aga. Jónína Hauksdóttir leikskólastjóri Naustatjarnar á Akureyri hefur verið fengin til að koma og halda erindið. Hvetjum alla foreldra til að mæta.
Heitt verður á könnunni og með því.
Kveðja, foreldrafélagið


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.

Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30


Félag aldraðra í Eyjafjarðarsveit
árshátíðin verður haldin í matsal Hrafnagilsskóla föstudaginn 21. febrúar n.k.
Húsið verður opnað kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:30.
Skráning í Félagsborg á mánudag e.h. eða hjá: Vigfúsi s: 462-1581, ísleifi s: 860-5618 eða Kristínu s: 463-1347.


Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður mánudaginn 17. febrúar 2014 kl. 10:30 á Kaffi Kú. á fundinn mæta ráðunautarnir Guðmundur Steindórsson og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og ræða um niðurstöður í skýrsluhaldi 2013 og framtíð kynbótarræktar í nautgriparækt.
Allir sem áhuga hafa eru velkomnir. Veitingar í boði félagsins. Stjórnin


Píanóstillingar
16.-19. febrúar verður Davíð ólafsson píanóstillingarmaður á svæðinu.
Ef einhverjir hafa áhuga á að fá stillingu á píanó þá er hægt að hafa samband við Davíð í síma 893-7181. Einnig er hægt að senda ósk á netfangið dso@simnet.is


Iðunnarkvöld
Miðvikudaginn 19. febrúar kl. 20:00 í Laugarborg. Nýjar konur velkomnar. Stjórnin


100. aðalfundur Kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn í aðsetri félagsins í
Sólgarði fimmtudagskvöldið 20. febrúar n.k. kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf, ýmiss mikilvæg mál til umræðu, sjá nánar í útsendum tölvupósti.
Hvetjum félagskonur til að mæta, nýjar konur velkomnar. Gómsætar veitingar 
Stjórnin


Kveðum krabbann í kútinn!
Kvæðamannafélagið Gefjun efnir til veislu í söng og kveðandi í Laugarborg föstudaginn 14. febrúar kl. 20:30. Tilefnið er stuðningur við nokkra Gefjunarfélaga sem glíma við krabbamein og að minnast eins félaga sem nýlega féll fyrir þeim vágesti. 
í Laugarborg koma fram fjölmargir og góðir söngkraftar: Kór Hrafnagilsskóla, Karlakór Eyjafjarðar, George Hollanders og þór Sigurðarson, tenórarnir Birgir Björnsson og Gísli Rúnar Víðisson syngja við undirleik Valmars Väljaots, Kristjana Arngrímsdóttir, Helgi og hljóðfæraleikararnir auk nokkurra mögnuðustu kvæðamanna Gefjunar. En allur ágóði samkomunnar rennur til George Hollanders sem leitar sér óhefðbundinna lækninga utan lands.
Anna Halldóra Sigtr., formaður kvæðamannafélagsins Gefjunar


óska eftir jörð eða íbúðarhúsi sem fylgja útihús
Við erum 5 manna fjölskylda sem viljum vera í sveitinni en erum að fara missa jörðina sem við erum með á leigu. Vinsamlegast sendið á odinnk@hotmail.com ef þið vitið um eitthvað.


Framundan á Kaffi Kú

Mánudagur 17. febrúar. Morgunfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar.

Fimmtudagur 20. febrúar. Meistaradeildin í hestaíþróttum heldur áfram. útsending hefst kl. 19:00 og búið er að koma á beinu símasambandi við reiðhöllina til að ganga frá kaupum fljótt og örugglega.

Laugardagur 22. febrúar. Pub Quiz með Ragnari Goða.

Nautakjöt að eigin vali alltaf í kistunni. Kíktu við og gerðu hagstæð matarinnkaup.

Opnunartímar Kaffi kú:
Laugardag kl. 13:00-00:00
Sunnudag kl. 13:00-18:00

Getum við bætt efni síðunnar?