Sveitarstjórnarfundur
517. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 14. júní og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Skipulagsnefndarfundur
Áætlað er að skipulagsnefnd fundi í viku 26 og verður það síðasti fundur nefndarinnar fyrir sumarfrí. Erindi þurfa að hafa borist nefndinni í síðasta lagi 20. júní.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Frjálsar – frjálsar – frjálsar íþróttir
Ungmennafélagið Samherjar verður með æfingar í frjálsum íþróttum
tvisvar í viku í sumar.
Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum og hefjast
þriðjudaginn 19. júní.
Þjálfari er Unnar Vilhjálmsson. Skráning hjá þjálfara á staðnum.
11 ára og eldri mæti kl. 13:00-14:00 og
10 ára og yngri kl. 14:00-15:00.
Barnarúm frá Grund
Minjasafninu á Akureyri barst nýverið þetta skemmtilega barnarúm frá Leikfangasýningunni í Friðbjarnarhúsi.
Það kemur upphaflega frá Grund en við höfum engar aðrar upplýsingar um rúmið annað en að það sé gamalt!
Ef einhver hefur frekari upplýsingar um barnarúmið viljum við gjarnan fá að heyra í ykkur eða fá upplýsingar á minjasafnid@minjasafnid.is.
Þá langar mig að benda á vefinn sarpur.is sem geymir upplýsingar um gripi og ljósmyndir m.a. framan úr firði. Við þiggjum með þökkum allar upplýsingar og leiðréttingar.
Með kveðju, Haraldur Þór safnstjóri.
Volare – vörur fyrir húð og hár!
Í sumar verður engin vara mánaðarins, en gestgjafi hefur alltaf möguleika á frábærum gjöfum. Ýmis tilboð í gangi á kynningum 😉 Bókaðu kynningu og eigðu skemmtilega kvöldstund 😄 Panta á sunnudögum kl. 22:00 og vörurnar koma miðvikudaginn á eftir. Nánari upplýsingar og/eða pantanir í síma 866-2796 eða í skilaboðum á facebook; Hrönn Volare.