Dreifing auglýsingablaðs um jól og áramót.
Síðasta auglýsingablaði fyrir jól verður dreift föstudaginn 18. desember n. k. Stefnt er að útgáfu auglýsingablaðs milli
hátíðanna og þurfa auglýsingar í þann póst að berast fyrir kl. 8, þriðjudagsmorguninn 29. desember á netfangið
thorny@esveit.is
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
Aðventukvöld verður haldið í Grundarkirkju sunnudaginn 13. desember og hefst kl 20:30 ATH BREYTTAN TíMA.
Að venju verða fjölbreytt atriði á dagskrá en ræðumaður er frú Sigríður Bjarnadóttir frá Hólsgerði.
þá leika nemendur úr tónlistarskóla Eyjafjarðarsveitar og skólakór Hrafnagilsskóla undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur
syngur.
þá syngur kirkjukór Laugalandsprestakalls nokkur lög eftir Daníel þorsteinsson undir hans stjórn og þar á meðal nýtt
jólalag eftir hann við ljóð þorsteins Valdimarssonar og heitir það jólakvæði eða Sofðu, sofðu.
Gleðilega hátíð, Hannes
Messur í Laugalandsprestakalli á hausti 2009:
13. desember: Aðventukvöld í Grundarkirkju kl.20:30.
Aðfangadagur, 24. desember: Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl.22:00.
Jóladagur, 25. desember: Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl.11:00.
Jóladagur, 25. desember: Hátíðarmessa í Möðruvallakirkju kl.13:30.
Annar jóladagur, 26. desember: Barnamessa í Hólakirkju kl.11:00. Sama dag helgistund í Saurbæjarkirkju kl.13:30.
Gamlaársdagur, 31. desember: Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl.11:00.
Frá félagi aldraðra í Eyjafirði!
Jólahlaðborð verður að Hrafnagili í húsnæði félagsins 11. des. n. k.
Húsið verður opnað kl.19.00. og borðhald hefst kl. 19.30. ætlast er til að fólk komi með jólapakka með sér (þarf ekki að vera
svo dýrt innihald).
Nefndin.
Jólabingó
Jólabingó verður haldið í Funaborg á Melgerðismelum Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 13.desember kl 13:30. Margir og flottir vinningar í boði.
Sjáumst, Hestamannafélagið Funi
Söngtónleikar.
Tónleikar söngdeildar Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða laugardaginn
12. desember kl. 13:30 í Laugarborg.
Söngkennari er þuríður Baldursdóttir og undirleikari er Daníel þorsteinsson.
Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar.
Frá félagsstarfi aldraðra Eyjafirði
Síðasti opni dagur félagsstarfsins fyrir jól verður 14. desember. Við bjóðum 60 ára og eldri velkomna að sjá það sem við
höfum verið að starfa og þiggja jólakaffi. Nýir félagar velkomnir.
Opnað verður aftur mánudaginn 11. janúar 2010.
Stjórnin.
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Síðasti opnunardagur bókasafnsins fyrir jól er föstudagurinn 18. desember. Safnið verður opið þriðjudaginn 29. desember frá kl. 14:00
– 16:00. Fyrsti opnunardagur eftir áramót er mánudagurinn 4. janúar frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 16:00.
Eftir það er opið eins og venjulega
Mánudaga 9:00 – 12:30 og 13:00 – 16:00.
þriðjudaga 9:00 – 12:30.
Miðvikudaga 9:00 – 12:30.
Fimmtudaga 9:00 – 12:30.
Föstudaga 9:00 – 12:30.
ég óska núverandi og tilvonandi viðskiptavinum safnsins gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári. Bestu þakkir fyrir samskiptin á
árinu sem er að líða. Sjáumst sem fyrst!
Bókavörður
Athugið
Gamla ritstjórn Eyvindar ætlar að standa að útgáfu hans fyrir jólin.
Af gefnu tilefni vill undirritaður taka fram að verk hans eru tíunduð í blaðinu skírnir, fermingar hjónavígslur og greftranir. Sóknarprestur
hefur hins vegar ekkert í höndum um aðra þjónustu sem aðrir prestar veita hvort sem um er ræða giftingar eða annað þ.e. engin nöfn.
þess vegna hefur þetta ekki birst í áður útkomnum Eyvindum. því vill undirritaður beina því til sóknarbarna að í
framtíðinni sendi þeir honum upplýsingar svo hægt sé að skrá þær og birta í Eyvindi. Netfangið er
hannes.blandon@kirkjan.is
Kær kveðja, Hannes.