Auglýsingablað 1157. tbl. 14. árg. 7. september 2022.
Bilskirnir, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir fyrirhugaða íbúðarbyggð á landeigninni Bilskirni í kynningarferli skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið lýtur að einni nýrri íbúðarlóð á svæði sem auðkennt er ÍB19 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 31. ágúst og 13. september 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til þriðjudagsins 13. september 2022. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Samkomugerði, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst 2022 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð í landi Samkomugerðis 1 í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir nýju frístundasvæði á landeigninni Samkomugerði 1 landsp. 1 þar sem heimilt er að byggja þrjú frístundahús. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur frístundahúsum og er byggingarheimild fyrir einu húsi á svæðinu því óráðstafað að sinni.
Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 1. september og 14. september 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Meðan á kynningu stendur gefst almenningi kostur á að koma ábendingum vegna skipulagstillögunnar á framfæri við skipulags- og byggingar fulltrúa sveitarfélagsins. Erindi vegna málsins skulu vera skrifleg og berast á tölvupóstfangið sbe@sbe.is eða með bréfpósti til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri.
Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, fimmtudaginn 8. september 2022 milli kl. 12:00 og 15:00. Opið hús fer fram í samræmi við gr. 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar um skipulagstillöguna og taka við ábendingum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Eyrarland, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst 2022 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Eyrarlands í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB14, þar sem í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir 10 íbúðarhúsum, eru auknar í 15 hús. Deiliskipulagstillagan tekur til tíu íbúðarlóða á íbúðarsvæði ÍB14, á spildu austan Veigastaðavegar og sunnan íbúðarbyggðarinnar Kotru.
Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 1. september og 14. september 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Meðan á kynningu stendur gefst almenningi kostur á að koma ábendingum vegna skipulagstillögunnar á framfæri við skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Erindi vegna málsins skulu vera skrifleg og berast á tölvupóstfangið sbe@sbe.is eða með bréfpósti til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri.
Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, fimmtudaginn 8. september 2022 milli kl. 12:00 og 15:00. Opið hús fer fram í samræmi við gr. 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar um skipulagstillöguna og taka við ábendingum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Birkifræsöfnun í Kristnes- og Reykhúsaskógi – Allir með, stórir og smáir
Við bjóðum öllum sem vilja, stórum og smáum, í birkifræsöfnun í Kristnes- og Reykhúsaskóg á degi íslenskrar náttúru, föstudaginn 16. september. Söfnunarbox verða afhend á planinu við Hælið/Kristnesspítala, frá kl. 17:00 og þeim svo skilað aftur á sama stað fyrir kl. 19:00.
Hægt verður að kaupa hressingu á Hælinu á þessum tíma.
Lesa má nánar um landsátakið „söfnun birkifræs“ á https://birkiskogur.is/
Hlökkum til að sjá sem flesta, Lionsklúbburinn Sif.
Viltu koma að dansa !!!
Dansnámskeið fyrir fullorðna byrjendur verður haldið í Laugarborg á þriðjudagskvöldum kl. 20:30-21:50. Byrjum 20. september og þetta verða 8 skipti.
Kennd verða grunnspor í samkvæmisdönsum og gömlu dönsunum.
Þurfum að vera ballfær þegar við fáum loksins að mæta á Þorrablót.
Nánari upplýsingar og innritun er í síma 891-6276 (eftir kl. 18:00),
einnig hægt að senda mér tölvupóst á netfangið: elindans@simnet.is
Hlakka til að sjá sem flesta, Elín Halldórsdóttir, danskennari.
Freyvangsleikhúsið - aðalfundur
Aðalfundur Freyvangsleikhússins verður haldinn þriðjudaginn 13. september kl. 20:00 í Freyvangi.
Dagskrá:
1. Almenn aðalfundarstörf
2. Vetrardagskráin rædd
3. Lagabreyting
Kosið verður um að bæta eftirfarandi grein í lög félagsins: Stjórn félagsins er heimilt að skipa hússtjórn fyrir Félagsheimilið Freyvang. Hússtjórn mun fara með málefni hússins á meðan rekstur þess er á ábyrgð félagsins. Hlekkur á lög félagsins á vefnum: https://freyvangur.is/log/
4. Stjórnarkosning
5. Umræður um rekstur Freyvangs í ábyrgð félagsins
6. Önnur mál
Við hvetjum nýja sem gamla félaga til að mæta og fræðast um starfsemina og til skemmtunar verða allir leystir út með óvæntum glaðningi, að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Stjórnin.