Sunnudagaskólinn:
Minnum á notalega fjölskyldusamveru í Grundarkirkju á sunnudaginn (22. nóv) milli kl. 11 og 12 (ekki í Hrafnagilsskóla eins og venjulega!). Við
ætlum að syngja mikið, hlusta á fræðsluefni, fylgjast með því þegar lítið barn verður skírt og ef til vill kíkja
einhverjar brúður í heimsókn til okkar! Vonumst til að sjá sem flesta, stóra og smáa!
Brynhildur, Katrín, Hrund og Hannes
Kæru Iðunnarkonur
Jólafundur Kvenfélags Iðunnar verður haldin í Laugarborg fimmtudagskvöldið 10/12 2009.
Kveðjur stjórnin
Heimssýn í Eyjafirði
Eyjafjarðardeild Heimssýnar, félags sjálfstæðissinna í Evrópumálum, heldur fund í Hjartanu, Hrafnagilsskóla, á sunnudaginn
22. nóvember kl 14:00. Framsögu flytur Kristján þór Júlíusson, alþingismaður, en á eftir verða opnar umræður. Aldrei hefur
umræðan um ESB, aðildarumsókn íslands og sjálfstæði landsins verið brýnni en nú. Fundurinn er öllum opinn.
Heimssýn í Eyjafirði -
http://www.heimssyn.is -
www.heimssyn.is/facebook
Tíska og tónlist í Laugarborg 27/11 2009.
Jæja þá er kominn tími á tískusýningu Helga og Beate eitt árið enn. Klæðnaðurinn er að venju djarfur, fríkaður
og glæsilegur og meðal hráefna er allt frá hvalskíðum til stórsekkja. Helgi og hljóðfæraleikarar sjá um tónlist, enda er
uppákoman öðrum þræði rokk og ról. Húsið opnar kl 20, dagskrá hefst kl 21 og stendur til 23. Miðaverð 1500 kall í peningum.
á staðnum fæst hið ómissandi tískublað "Eyfirska Tískan" fjórða tölublað. Allir velkomnir.
Gallabuxur og gjafavara í Ferðaþjónustunni öngulsstöðum.
Sölukynning verður laugardaginn 21.nóv í hlöðunni milli kl.14:00-18:00, fatnaður frá Gallabuxnabúðinni gallastretchbuxur há íseta
fyrir konur og lág íseta fyrir stúlkur, kjólar, peysur, toppar, skyrtur og belti, einnig herravörur gallabuxur,skyrtur og hettupeysur. Söluaðili Vilborg
Daníelsdóttir. Með verður Handverkskona ársins Guðrún á. Steingrímsdóttir hönnuður á skarti og nytjahlutum úr alls
kyns hráefnum en þó einna helst úr hornum og beinum. Heitt á könnunni og posi á staðnum.
Náttfarafélagar:
Hinn árlegi haustfundur Náttfara (stóðhestaspjall á léttu nótunum) verður haldinn í Funaborg, föstudagskvöldið 27. nóv.
kl.20.30. Stóðhesturinn Asi frá Lundum ll verður í Guðrúnarstöðum strax eftir landsmót í sumar og hafa
Náttfarafélagar forgang að 14 plássum. Asi stóð efstur stóðhesta í sumar, aðeins 4 vetra gamall.
(AE.8,41 - Sköpul. 8.50 – kostir 8,35). Teknar verða niður pantanir á fundinum og eftir það í síma 463 1294/866 9420 hjá
ágústi og Huldu í Kálfagerði.
Stjórn Náttfara.
Jólabazar “Undir Kerlingu”
í landi Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit verður haldinn jólabazar fyrstu aðventuhelgina
28. og 29. nóv. kl. 12.00 – 16.00
Boðið upp á ýmiss konar listmuni, gómsæta vöru, uppákomur og draumaspeglanir í fallegu umhverfi.
Jólabazarinn er haldinn í samstarfi við Mardöll – félag um menningararf kvenna
Nánari upplýsingar hjá Höddu í síma 899 8770 og
hadda@mi.is
Sjá nánar á
www.mardoll.blog.is