Auglýsingablaðið

747. TBL 04. september 2014 kl. 09:02 - 09:02 Eldri-fundur

453. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar -verður haldinn miðvikudaginn 10. sept. kl. 15:00 í Skólatröð 9. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri


Göngur og réttir 2014
Fyrstu fjárgöngur verða 6. og 7. sept. og aðrar göngur 20. og 21. sept.
Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 13. sept. og aðrar göngur 27. sept.
Hrossasmölun verður 3. okt. og hrossaréttir 4. okt.
Gangnaseðlar verða sendir út á næstunni og um leið birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is
Fjallskilanefnd

 

Landeigendur athugið
þar sem fé hefur komið niður fyrir fjallsgirðingar, ber landeigendum og landnotendum að reka það til afréttar eða koma því til réttra eigenda  í síðasta lagi 5. september n.k.
óheimilt er að sleppa fé í afrétt að loknum göngum.  
Fjallskilanefnd

 

Tilkynning frá skrifstofu
Töf verður á útprentun greiðsluseðla fram í næstu viku vegna óviðráðanlegra orsaka. Kröfur birtast samt í netbönkum greiðenda. Beðist er velvirðingar á þessu.
Skrifstofan

 

árleg Bæjakeppni Hestamannafélagsins Funa fór fram sunnudaginn 31. ágúst.  þrátt fyrir eldgos, mistur í lofti og leifar af fellibyl voru aðstæður á Melgerðismelum ótrúlega góðar, hlýtt og þurrt og að mestu stillt veður.  Félagið þakkar öllum bæjum sem tóku þátt í mótinu og studdu þar með félagsstarfið. úrslit urðu eftirfarandi:

Hringvallakeppni

Flokkur

Bær

Knapi

Hestur

Börn

Króksstaðir

Sindri Snær Stefánsson

Tónn f. Litla Garði

Unglingar

Kristnes (þór)

Sara þorsteinsdóttir

Gustur f. Grund

Konur

Syðri Tjarnir

Anna Catharina Gros

Sátt f. Grafarkoti

Karlar

Reykhús 1

Stefán Birgir Stefánsson

Mirra f. Litla Garði

 

þrautabraut (TREC)

Flokkur

Bær

Knapi

Börn

þórustaðir 4

Hulda Siggerður

Unglingar

Hjarðarhagi

Gunnhildur Erla

Fullorðnir

Litlahlíð

Anna Sofia Rappich

Opinn flokkur

Tjarnagerði

Hulda Sigurðardóttir

 

Farandbikarinn kom í hlut Hjarðarhaga

 

 

Silva Syðra-Laugalandi efra
Frá og með 1. sept. 2014 er eingöngu opið fyrir pantanir: 10 manns eða fleiri.
Hægt er að panta veitingar fyrir veislur og aðra fagnaði.
Salurinn er einnig til útleigu, með eða án veitinga.
Sérsníð fræðslu og matarnámskeið fyrir hópa og félagasamtök, get komið á staðinn sé þess óskað.
Glúteinlaus brauð, speltbrauð, hörfrækökur, salöt, sælgæti, hristingar o.fl. er til sölu í FISK Kompaní í Naustahverfi og Flóru í Hafnarstræti. Nýjar sendingar á mánudögum og fimmtudögum.

Kristín á Silvu
Syðra-Laugalandi efra í Eyjafjarðarsveit
Pöntunarsími: 851-1360
netfang: silva@silva.is
http://silva.is/

 

Tónleikar í Laugarborg
Sunnudaginn 7. september kl. 15:00 leikur Birna Hallgrímsdóttir á flygilinn í Laugarborg efnisskrá með yfirskrifitnni “Ljóð án orða”.
Flutt verða verk eftir Franz Liszt og Edvard Grieg. Fyrir hlé verða leikin ljóð eftir Schubert og Schumann í umritun Liszts, Sonetta 104 er hann samdi við ljóð Petrarca auk umritunar á kvartettinum frá óperunni Rigoletto eftir Verdi. Eftir hlé hljóma verk eftir Edvard Grieg, hans eigin umritun á hans ástsæla sönglagi Jeg elsker dig og ljóðræn píanósónata op. 7 í e moll.
Aðgangur er ókeypis.
Sjá nánari umfjöllun um Birnu Hallgrímsdóttur á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar
www.esveit.is

 

íbúð til leigu
64 m² íbúð til leigu í Eyjafjarðarsveit, 20 km frá Akureyri. Upplýsingar í síma 463-1309 og 895-1309.

 

Húsnæði óskast
Einstæð móðir með 9 ára strák og hund, óskar eftir húsnæði á Hrafnagili eða í sveitinni.
Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið.
Inga sími: 867-4351.

Getum við bætt efni síðunnar?