Auglýsingablaðið

1267. TBL 12. nóvember 2024

Auglýsingablað 1267. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 12. nóvember 2024.

 


Vegurinn lokaður milli Skáldsstaða og Ártúns frá kl. 11 og fram eftir degi

Vegna vinnu við ræsi á Eyjafjarðarbraut vestri verður vegurinn lokaður milli Skáldsstaða og Ártúns frá kl. 11:00 og fram eftir degi í dag þriðjudaginn 12. nóvember.
Hjáleið er um Hólaveg 826.
Vegagerðin.

 


Kæru sveitungar
Föstudaginn 15. nóvember verður haldin hátíð í Hrafnagilsskóla í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þemadögum þessarar viku þar sem unnið er með himingeiminn. Nemendur 7. bekkjar hefja undirbúning fyrir Stóru upplestrarkeppnina og lesa textabrot úr íslenskum ástarlögum og ástarljóðum.

Nemendur í 10. bekk eru með veitingasölu að lokinni dagskrá. Þar verður standandi hlaðborð og verðin eru eftirfarandi:
0-5 ára ókeypis
Nemendur í 1.-10. Bekk 1.000 kr.
Þau sem lokið hafa grunnskóla 2.000 kr.

Nemendur 10. bekkjar verða einnig með söluborð og selja margnota bökunarpappír og gjafapakkningar frá Nýju kaffibrennslunni og Vorhúsi.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð bekkjarins.
Athugið að það er enginn posi á staðnum.

Öll eru hjartanlega velkomin,
nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla.

 


Starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar
Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir eftir aðila í afleysingu til eins árs í 50 % stöðu starfsmanns á skrifstofu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar er byggðasamlag sem annast skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit og mun nýr starfsmaður annast verkefni á skrifstofu byggðasamlagsins. Starfið felst í móttöku erinda og símavörslu og fer fram á skrifstofu embættisins, Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi.

Meðal verkefna starfsmannsins verða:
• Móttaka erinda og símavarsla
• Skráning upplýsinga í skjalakerfi embættisins
• Innra eftirlit skv. gæðakerfi embættisins
• Skönnun teikninga
• Almenn skrifstofustörf
• Samskipti við málsaðila vegna skipulagsmála s.s. grenndarkynninga Hæfni- og menntunarkröfur
• Góð tölvukunnátta
• Góð íslenskukunnátta
• Stundvísi og skipulögð vinnubrögð
• Reynsla af skrifstofustörfum
• Lipurð í samskiptum
• Þekking á tölvuforritunum Outlook, Word og öðrum algengum hugbúnaði er kostur

Umsóknarbréf og ferilskrá í pdf sniði skulu send í tölvupósti í síðasta lagi 13. nóvember 2024 á netfangið sbe@sbe.is. Kostur er ef nýr starfsmaður getur hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir skipulags- og byggingarfulltrúi, í síma 463-0621.

 


Frestur til að sækja um styrk 2024 er til og með 15. desember 2024
• Íþrótta- og tómstundastyrkur barna
• Lýðheilsustyrkur eldri borgara
• Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða
Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.



Dagbókin Tíminn minn 2025 – tilvalin í jólapakka

Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2025 til sölu á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Nánari upplýsingar og pantanir hjá:
Ásta Heiðrún í síma 893-1323/ astast@simnet.is 
Hrönn í síma 866-2796/ idunnhab@gmail.com 


 
Iðunnarkvöld fimmtudaginn 21. nóvember

Síðasta Iðunnarkvöld ársins verður í fundarherbergi Laugarborgar fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20:00. Þá verður Nespresso-jólaföndur í boði fyrir þær sem vilja, kaffi/te og smá kruðerí.
Allar konur velkomnar sem vilja kíkja í kaffi og eiga notalega kvöldstund með Iðunnarkonum.
Kvenfélagið Iðunn, 2. flokkur.



Kosningadagskaffi, kökubasar og kjólasala – úr mínum skáp í þinn! ;-)

Takið daginn frá og kíkið í Laugarborg laugard. 30. nóv. kl. 13:00-17:00.
Það verður vöfflukaffi með svipuðu sniði og síðustu ár, risa kökubasar eins og síðast og nú verður nýtt tvist... kjólasalan „úr mínum skáp í þinn“! Komið og gerið góð kaup. Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Kvenfélagið Iðunn.



Fjórtándi jólasveinninn hjá Freyvangsleikhúsinu

Frumsýning 23. nóv. kl. 13:00
2. sýning 24. nóv. kl. 13:00
3. sýning 1. des. kl. 13:00
4. sýning 7. des. kl. 13:00
5. sýning 8. des. kl. 13:00
6. sýning 13. des. kl. 13:00
7. sýning 14. des. kl. 13:00
Nánari upplýsingar og miðasala á tix.is og í síma 857-5598.

Getum við bætt efni síðunnar?