Auglýsingablaðið

1215. TBL 01. nóvember 2023

Auglýsingablað 1215. tbl. 15. árg. 1. nóvember 2023.

 


Sveitarstjórnarfundur
620. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar er fyrirhugaður í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 9. nóvember og hefst hann kl. 8.00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 


Frestur til að sækja um styrk 2023 er til og með 15. desember 2023

  • Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2023
  • Lýðheilsustyrkur eldri borgara
  • Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni.



Íþrótta- og ólympíusamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi í samstarfi við Sundsamband Íslands frá 1.-30.
nóvember 2023.
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem er öllum landsmönnum opið.
Syndum saman í kringum Ísland.
Allir skráðir sundmetrar safnast saman og verða sýnilegir á forsíðu www.syndum.is

Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn. Skráning verður gerð virk þann 1. nóvember.

 


Allra heilagra messa í Munkaþverárkirkju sunnudagskvöldið 5. nóvember kl. 20
Á Allra heilagra messu minnumst við þeirra sem kvatt hafa þennan heim og tendrum á kertum þeim til minningar. Í messunni næstkomandi sunnudagskvöld munum við sömuleiðis biðja fyrir fórnarlömbum stríðsátaka um heim allan.
Kór Grundarsóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Aníta Jónsdóttir.
Messukaffi eftir samveruna í boði sóknarnefndar.
Verið öll hjartanlega velkomin!

 


Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna fer fram dagana 2. - 5. nóvember
Með því að kaupa Neyðarkallinn styrkir þú beint þá sveit sem keypt er af hverju sinni. Við í Dalbjörgu ætlum að vera á ferðinni um Eyjafjarðarsveit þessa daga og biðjum við alla íbúa um að taka vel á móti sölufólki okkar þegar þau banka uppá.
Einnig bjóðum við upp á rafhlöður í reykskynjara og reykskynjara eins og við höfum gert í mörg ár.
Neyðarkallinn kostar 3.000 kr. að þessu sinni.
Sveitin tekur líka við frjálsum framlögum og hægt er að leggja inn á reikning sveitarinnar: 0302-26-012482, kt: 530585-0349.
Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn í gegnum árin og hlökkum til að sjá ykkur, Hjálparsveitin Dalbjörg.

 


Handraðinn minnir á saumakvöldið
í betri stofunni á Laugalandi 6. nóvember kl. 18:00 - 21:00.

 


Minnum á miðasölu á
Bangsímon og Grísling í jólasveinaleit í Freyvangi
Nánari upplýsingar á freyvangur.is, feisbúkksíðu Freyvangsleikhússins og á Tix.is.

 


Lamb Inn auglýsir
Það verður kótelettukvöld hjá okkur föstudaginn 10. nóvember kl. 19:00. Eins og venjulega; kóteletturnar okkar með heimalöguðu rauðkáli og öðru meðlæti og norðlenska búðingahlaðborðið í eftirrétt. Músík, glens og samsöngur að venju.
Pantanir í síma 892-8827 eða johannes@lambinn.is

 


Leiðarlýsing 2023
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár.
Krossarnir verða settir upp áður en aðventan byrjar. Þeir sem leigt hafa krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra.
Gjald fyrir hvern kross er kr. 3.900.-
Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.

 


Ferðalag Félags eldri borgara Eyjafjarðarsveit 2024
Farið verður um Suðurnesin og höfuðborgina og áhugaverðir staðir sem eru fjölmargir skoðaðir dagana 28.-31. maí. Hótelgisting hefur verið pöntuð í Reykjavík. Nánari dagskrá og verð verður auglýst þegar nær dregur áður en skráning í ferðina hefst.

 


Viltu vera með á jólamarkaði?
Það verður jólamarkaður í Holtseli 9. desember. Ef þú vilt selja matvöru eða handverk, spila tónlist eða annað skemmtilegt, endilega sendu okkur póst á holtsel@holtsel.is

 

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?