Deiliskipulagsauglýsingar

Hrafnagilsskóli, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu fyrir nýjan leikskóla

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir nýjan leikskóla á lóð Hrafnagilsskóla skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
01.07.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Stokkahlaðir, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í landi Stokkahlaða skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til tveggja atvinnuhúsa á svæði sem auðkennt er athafnasvæði AT4 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
08.06.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Deiliskipulag íbúðarsvæðis í landi Bjarkar – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 3. júní sl. að vísa skipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan tekur til um 6,2 ha stórrar spildu úr landi Bjarkar sem í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar er skilgreind sem íbúðarsvæði ÍB28. Innan skipulagssvæðisins er ráðgert að byggja tvö einbýlishús, bílgeymslu, gestahús og gróðurhús.
07.06.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Deiliskipulag lóðar Hrafnagilsskóla – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 3. júní sl. að vísa skipulagstillögu fyrir lóð Hrafnagilsskóla í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan skilgreinir byggingarreit og bílastæði fyrir nýjan leikskóla Hrafnagilshverfis sem ráðgert er að byggja við Hrafnagilsskóla. Deiliskipulagstillagan er hluti af vinnu sem nú stendur yfir við gerð heildstæðs deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi.
07.06.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu að Leifsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 3. júní sl. að vísa skipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu á Leifsstöðum 2 í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja íbúðarhúsa, 1500 fm viðbyggingar við hótel, þriggja frístundahúsa, tíu gistihýsa og aðstöðuhúss. Auk þess er gert ráð fyrir tjaldsvæði, götum milli húsa og landmótun á svæðinu.
07.06.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit – tillaga að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi fyrir baðstað

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 14. janúar 2021 að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi fyrir baðstað í Vaðlareit í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit.
25.02.2021
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Leifsstaðabrúnir, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 4. febrúar 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Leifsstaðabrúnum skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til þriggja íbúðarhúsalóða á svæði sem auðkennt er íbúðarsvæði ÍB16 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
16.02.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Björk, Eyjafjarðarsveit - skipulagslýsing deiliskipulags

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 14. janúar sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar í lögformlegt kynningarferli.
01.02.2021
Deiliskipulagsauglýsingar

Kotra, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir þriðja áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 14. janúar 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir þriðja áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru í Eyjafjarðarsveit.
01.02.2021
Deiliskipulagsauglýsingar

Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit – lýsing vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 26. nóvember 2020 að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 fyrir almenningi á grundvelli 1. mgr. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið tekur til áforma um uppbyggingu baðstaðar ásamt tilheyrandi þjónustu í landi Ytri-Varðgjár. Ráðgert er að aðkoma að staðnum verður frá þjóðvegi nr. 1 þar sem þegar er aðkomuvegur um 400 m austan gatnamóta við Eyjafjarðarbraut eystri. Gert er ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá Vaðlaheiðargöngum, í samstarfi við Norðurorku.
27.11.2020
Deiliskipulagsauglýsingar