Fréttayfirlit

Öskudagur á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar

Óvenjumargir gestir komu á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í dag þar sem mörg börn lögðu leið sína til okkar og tóku söng í von um að fá góðgæti að launum. Nokkrar myndir voru teknar af þessum duglegu krökkum.
26.02.2020
Fréttir

Atvinna - framtíðarstarf

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða konu til starfa. Um hlutastarf er að ræða, sem er ein kvöldvakt í viku (ca. 20%). Möguleiki á einhverri aukavinnu og afleysingum. Í starfinu felst m.a. sundlaugargæsla, afgreiðsla, þrif, og baðvarsla. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund, stundvísi og jákvæðni. Viðkomandi verður m.a. að hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar. Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is. Nánari upplýsingar gefur Erna Lind, forstöðumaður, í síma 895-9611.
20.02.2020
Fréttir

Frá bókasafni Eyjafjarðarsveitar

Vegna vetrarleyfis í Hrafnagilsskóla verður bókasafnið lokað dagana 26.-28. febrúar.
18.02.2020
Fréttir

Hvað þýða viðvaranir Veðurstofunnar og hvernig eru lokanir sveitarfélagsins ákvarðaðar?

Viðvaranir Veðurstofunnar eru mikið í umræðunni þessa daga en ekki víst að allir hafi þekkingu á því hvað þær í raun þýða. Hér eru upplýsingar um hvað grænn, gulur, appelsínugulur og rauður þýða hjá Veðurstofunni.
13.02.2020
Fréttir

Skólahald lagt niður á morgun, föstudag og íþróttamiðstöð lokuð

Allt skólahald í Eyjafjarðarsveit mun liggja niðri á morgun sökum viðvarana frá Almannavörnum og Veðurstofunni, þá mun íþróttamiðstöðin einnig vera lokuð.
13.02.2020
Fréttir

Fundarboð 543. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 543 FUNDARBOÐ 543. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 13. febrúar 2020 og hefst kl. 15:00
12.02.2020
Fréttir

Snjómokstur aðfarnótt þriðjudags, 11.febrúar.

Vegagerðin hefur skipulagt snjómokstur í nótt og ættu því allir að komast leiðar sinnar í fyrramálið. Ef marka má vef Veðurstofunnar ætti færð vegna veðurs ekki að vera vandamál fram að helgi en takmörkuð ofankoma, kalt og hægur vindur virðist vera í kortunum fram á föstudag.
10.02.2020
Fréttir

Skipulagslýsing deiliskipulags Kotru

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 23. janúar sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir 2. áfanga íbúðarsvæðis í Kotru (Syðri-Varðgjá) í lögformlegt kynningarferli. Skipulagsverkefnið tekur til svæðis sem skilgreint er sem íbúðarsvæði ÍB12 í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og liggur austan Veigastaðavegar en norðan 1. áfanga íbúðarsvæðis í Kotru sem deiliskipulagður var árið 2019.
05.02.2020
Deiliskipulagsauglýsingar

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2020

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2020 hafa verið birtir á vefnum island.is.
04.02.2020
Fréttir