Fréttayfirlit

Gangnadagar 2019

Fjallskilanefnd bókaði á 37. fundi sínum gangnadaga 2019 og verða þeir sem hér segir: Fjárgöngur: 1. göngur verða helgina 7. og 8. september og 2. göngur 2 vikum síðar. Hrossasmölun: verður 4. október og stóðréttir 5. október.
23.10.2018

Fundarboð 522. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

522. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 18. október 2018 og hefst kl. 15:00
16.10.2018

Sóknaráætlun Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Opnað verður fyrir umsóknir kl. 12:00 á hádegi 10. október. Umsóknarfrestur er til og með kl. 12:00 á hádegi 7. nóvember. Sótt er um á rafrænni umsóknargátt sem er á heimasíðu Eyþings www.eything.is
16.10.2018

Skipulags- og matslýsing deiliskipulags fyrir svínabú í landi Torfna í Eyjafjarðarsveit.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 1. október 2018 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna vinnu deiliskipulags fyrir svínabú í landi Torfna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 17,5 ha að stærð og er staðsett við Eyjafjarðarbraut vestari rétt sunnan Finnastaðaár. Byggingaráformin fela í sér byggingu tveggja gripahúsa alls um 5700 fm að flatarmáli sem rúma munu um 400 gyltur og 2400 grísi.
02.10.2018
Deiliskipulagsauglýsingar