Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 14. janúar sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar í lögformlegt kynningarferli. Skipulagsverkefnið tekur til 6,2 ha stórrar spildu sem skilgreind er sem íbúðarsvæði ÍB28 í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og liggur vestan Eyjafjarðarbrautar eystri (vegnr. 829).
Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá 4. febrúar 2021 til og með 25. febrúar 2021. Lýsingin verður einnig aðgengileg á vef sveitarfélagsins, esveit.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingarnar til fimmtudagsins 25. febrúar 2021. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið sbe@sbe.is eða í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri.
Björk skipulagslýsing
Skipulags- og byggingarfulltrúi