Þórustaðir II, Eyjafjarðarsveit – breyting á gildandi deiliskipulagi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 16. apríl 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði í landi Þórustaða II í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 2,3 ha að flatarmáli og er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB20. Breytingin felst í að einni 2138 fm íbúðarlóð fyrir einbýlishús er bætt við deiliskipulag.
27.11.2020
Deiliskipulagsauglýsingar