Fréttayfirlit

Dyngjan-listhús. Smá hálmsaga - námskeið

Námskeið um nýtingu á hálmi til nytjamuna, verður haldið í Dyngjunni-listhúsi 15. nóv. kl. 18:30-21:30. verð 6.500.- Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan:
01.11.2012

FUNDARBOÐ Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 424

424. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 31. október 2012 og hefst kl. 12:00
26.10.2012

Umsókn um niðurgreiðslu æfingagjalda utan Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum / forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 - 17 ára styrki vegna íþróttaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar. Frá og með 1. nóvember 2012 verður greiddur styrkur vegna barna sem fædd eru á árunum 1995 - 2006.
25.10.2012

Íbúafundur um menningu og minjar

Menningarmálanefnd boðar allt áhugafólk um menningu, sögu, söfnun heimilda og aðrar minjar í sveitarfélaginu, til fundar þann 10. október kl. 20:00 í matsal Hrafnagilsskóla.
10.10.2012

Íbúafundur - kynning á drögum að nýrri búfjársamþykkt

Miðvikudaginn 17. október kl. 20 verður íbúafundur í matsal Hrafnagilsskóla, þar sem kynnt verða drög að nýrri búfjársamþykkt fyrir Eyjafjarðarsveit. Á fundinum verða Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur og Ásgeir Örn Jóhannsson hdl.
10.10.2012

Haustannir og gangnavaka í Laufási

Haustannir í Laufási laugardaginn 13. október kl. 13.30-16.00 og kl. 20.30 verður gangnavaka.
09.10.2012

Fundarboð 423. fundar sveitarstjórnar miðvikudaginn 10.10.12

423. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 10. október 2012 og hefst kl. 12:00
09.10.2012

Styrkir til nýsköpunar og þróunar

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Styrkir verða veittir til skilgreindra verkefna sem líkleg eru til að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar- þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Verkefni skulu vera unnin í samstarfi að lágmarki þriggja aðila. Næsti umsóknarfrestur er til og með 24. október næstkomandi.
08.10.2012

Vattarsaumsnámskeið í litla rauða húsinu við Dyngjuna

Árið 1889 fundu menn vattarsaumaðan vettling er þeir voru að grafa tóft fyrir nýju húsi á Arnheiðarstöðum á Fljótsdalshéraði. Er talið að þessi vöttur sé frá 10. öld. En vattarsaumur er forn sauma aðferð sem notuð var áður en Íslendingar lærðu að prjóna. Skráning og nánari upplýsingar í hadda@simnet.is eða 899-8770
05.10.2012

Hrossasmölun og hrossaréttir 2012

Hrossasmölun verður föstudaginn 12. október og hrossaréttir laugardaginn13. október sem hér segir: Þverárrétt hefst kl. 10 og Melgerðismelarétt kl. 13. Gangnaseðlar verða sendir þeim sem lagt er á. Einnig eru þeir birtir hér fyrir neðan. Fjallskilanefnd
04.10.2012