Fimmtudaginn 14. janúar var kjöri íþróttamanns UMSE lýst í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Veittar voru viðurkenningar til yfir 30 íþróttamanna fyrir árangur sinn á árinu 2015. Ólöf María Einarsdóttir, golfkona, var kjörin íþróttamaður UMSE 2015. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn.
Við þetta tækifæri var undirritaður samstarfssamningur milli UMSE og Eyjafjarðarsveitar sem gildir til næstu fjögurra ára. Það voru Sigurður Eiríksson, varaformaður UMSE og Karl Frímannsson sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar sem undirrituðu samninginn.