Fréttayfirlit

Deiliskipulag Óshólma Eyjafjarðarár

Árið 2004 auglýstu Eyjafjarðarsveit og Akureyrarbær í sameiningu, tillögu að deiliskipulagi óshólmasvæðis Eyjafjarðarár. Athugasemdafrestur var fram í janúar en skipulagið hefur þó ekki enn tekið gildi.
01.02.2012
Deiliskipulagsauglýsingar

Deiliskipulag Óshólma Eyjafjarðarár

Árið 2004 auglýstu Akureyrarbær og Eyjafjarðarsveit í sameiningu tillögu að deiliskipulagi óshólmasvæðis Eyjafjarðará. Ahugasemdafrestur rann út í janúar 2005 en skipulagið hefur þó ekki enn verið tekið í gildi.
01.02.2012
Deiliskipulagsauglýsingar

Spunanámskeið

Spunanámskeið verða haldin 2x2 miðvikudagskvöld frá 8.-29. febrúar. Í litlu rauðu húsi við Dyngjuna er spunninn þráður lífsins úr reyfi frá kind nágrannans við kertaljós á köldum vetrarkvöldum.
30.01.2012

Folalda- og ungfolasýning Náttfara

Folalda- og ungfolasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður í Melaskjóli, Melgerðismelum, laugardaginn 28. janúar 2012. Hrossin verða sköpulagsskoðuð frá kl. 10 og hlaupaæfingar hefjast kl. 13.

26.01.2012

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar

Upplýsingar um barnalífeyri, þ.e. rétt til barnalífeyris og hvernig sótt er um, má lesa hér.
18.01.2012
Fréttir

Ársreikningur 2011 Veiðifélags Eyjafjarðarár

Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár var haldinn í Funaborg miðvikudagskvöldið 11. janúar s.l. Ársreikning félagsins má lesa hér.
18.01.2012
Fréttir

Bókun um Vaðlaheiðargöng

Á fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2012 var eftirfarandi bókun gerð:

 „Í greinargerð IFS greiningar um framkvæmd Vaðlaheiðarganga kemur fram að ekki sé ágreiningur um þjóðhagslega arðsemi verkefnisins, en leitt líkum að því að auka þurfi eigið fé Vaðlaheiðarganga ehf. svo tryggja megi hagstæða fjármögnun til framtíðar.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýsir vilja sínum til að auka hlutafé sitt í Vaðlaheiðargöngumum um allt að tvöföldun frá því sem áður hefur verið lofað svo hægt sé að hefja framkvæmdir við göngin sem allra fyrst.

Skorar sveitarstjórn á ríkisstjórn Íslands að samþykkja ríkisábyrgð á fjármögnun ganganna svo hægt sé að hefja framkvæmdir sem allra fyrst.

Þá má benda á að ríkissjóður fær 3-3,5 milljarða í beinar tekjur af framkvæmdinni á byggingartíma ganganna ef farið verður í hana. Þá fjármuni má nota í brýn verkefni í þágu samfélagsins.

Minnir sveitarstjórna á það að mjög litlu fé er varið til vegamála á landsbyggðinni þrátt fyrir síauknar álögur á bifreiðaeigendur.”

18.01.2012

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Sýningin „Manstu eftir búðinni“ sem kemur frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri hangir nú uppi á bókasafninu.
Hvernig væri að líta við og skoða sýninguna um leið og litið er á jólabækurnar eða allar hinar bækurnar og tímaritin og kannski fengin að láni ein eða tvær sem ekki er búið að lesa?

Opnunartímar safnsins:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 9:00-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.
12.01.2012

Aðalfundur Veiðifélagsins miðvikudaginn 11.

Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár verður haldinn í Funaborg miðvikudagskvöldið 11. janúar kl. 20, en ekki á mánudagskvöld eins og misritaðist í auglýsingablaðinu 22. des.

06.01.2012

Íbúafundur um sorpmál

Umhverfisnefnd og sveitarstjórn boða til íbúafundar um sorpmál í sveitarfélaginu mánudagskvöldið 9. janúar kl. 20 í mötuneyti Hrafnagilsskóla.
06.01.2012