Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á undanförnum árum unnið að gerð nýs svæðisskipulags. Nefndin hóf í byrjun ársins 2013 kynningu á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 í samræmi við verklagsreglur í skipulagslögum nr. 123/2010. Kynningarferlinu lauk í lok árs með því að öll aðildarsveitarfélög skipulagsins sem eru Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandar-hreppur, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarbær, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð samþykktu tillöguna. Hún var síðan staðfest af Skipulagsstofnun 21. jan. 2014 og birtist auglýsing um staðfest skipulag í B-deild Stjórnartíðinda hinn 4. feb. s. l