Fréttayfirlit

444. fundur sveitarstjórnar - fundarboð

444. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 26. febrúar 2014 og hefst kl. 15:00
25.02.2014

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012 – 2024

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á undanförnum árum unnið að gerð nýs svæðisskipulags. Nefndin hóf í byrjun ársins 2013 kynningu á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 í samræmi við verklagsreglur í skipulagslögum nr. 123/2010. Kynningarferlinu lauk í lok árs með því að öll aðildarsveitarfélög skipulagsins sem eru Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandar-hreppur, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarbær, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð samþykktu tillöguna. Hún var síðan staðfest af Skipulagsstofnun 21. jan. 2014 og birtist auglýsing um staðfest skipulag í B-deild Stjórnartíðinda hinn 4. feb. s. l
12.02.2014

Áttavitinn - upplýsingagátt fyrir ungt fólk

Áttavitinn er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur hinum ýmsu sviðum lífsins. Helsta markmið Áttavitans er að styrkja ungt fólk í að taka upplýstar ákvarðanir og velja jákvæða lífleið. Vefsíðunni er ætlað að auðvelda ungu fólki að finna góðar og áreiðanlegar upplýsingar, setja flókna hluti fram á mannamáli og lista upp þau tækifæri og réttindi sem standa ungu fólki til boða.
06.02.2014

Eyjafjarðarsveit hlýtur tilnefningu

Í dag á Degi leikskólans, mun valnefnd á vegum FL, FSL, samtaka Heimilis og skóla, mennta- og menningarráðuneytisins og Samband sveitarfélaga veita viðurkenninguna Orðsporið þeim sem þykja hafa skarað fram úr á einhvern hátt í aðkomu sinni að leikskólastarfi eða málefnum þeim tengdum.
06.02.2014

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2014

Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2014. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu hátíðarinnar undir "Umsókn" efst í valstikunni. Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.. Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 9. maí 2014 og verður öllum umsóknum svarað.
04.02.2014

Fundarboð 443. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 5.2.14

443. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 5. febrúar 2014 og hefst kl. 15:00
03.02.2014

Sveitarstjóri tók á móti undirskriftalista

Í morgun tók sveitarstjóri á móti undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjórn að taka til baka breytingar á skólaakstri.
03.02.2014

Seinkun á söfnun baggaplasts

Vegna óviðráðanlegra orsaka frestast söfnun baggaplasts til þriðjudagsins 4. febrúar.
03.02.2014