Fréttayfirlit

Opnunartími íþróttamiðstöðvar um páskana

Skírdagur kl. 10 - 19 Föstudagurinn langi kl. 10 - 19 Laugardagur kl. 10 - 19 Páskadagur kl. 10 - 19 Annar í páskum kl. 10 - 19
26.03.2024
Fréttir

Laus til umsóknar staða skólastjóra Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir framúrskarandi einstaklingi til að taka að sér það spennandi verkefni að leiða skólastarf Hrafnagilsskóla í Hrafnagilshverfi. Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er skapandi og metnaðarfullur og tilbúinn að móta og þróa skólastarf sveitarfélagsins í samvinnu við skólasamfélagið.
25.03.2024
Fréttir

Kæru vinir

Því miður falla landpóstaferðir niður í dag vegna veðurs, áætlað er að fara aukaferð á mánudaginn 25.mars Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda Kær kveðja Pósturinn
22.03.2024
Fréttir

Fundarboð 629. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 629. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 21. mars 2024 og hefst kl. 08:00.
19.03.2024
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið fer í páskafrí. Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er föstudagurinn 22. mars. Þá er opið frá kl. 14.00-16.00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 2. apríl. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 14.00-17.00. Miðvikudagar frá 14.00-17.00. Fimmtudagar frá 14.00-18.00. Föstudagar frá 14.00-16.00 Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
15.03.2024
Fréttir

Skráðu þig í samráðsvettvang atvinnulífs á Norðurlandi eystra

SSNE vinnur nú að því að koma á fót samráðsvettvangi atvinnulífs á Norðurlandi eystra. Tilgangur vettvangsins er að koma á virku samtali milli atvinnulífs á svæðinu og SSNE, jafnframt verður vettvangurinn nýttur til að miðla upplýsingum og tækifærum sem snúa að svæðinu. Fundirnir verða haldnir í fjarfundi til að jafna aðgengi allra og er stefnt að fyrsta fundi í byrjun apríl. Öllum er frjáls að skrá sig til leiks hér.
13.03.2024
Fréttir

Stór og mikilvægur áfangi hafinn

Þessa dagana blasir við ánægjuleg sjón hjá vegfarendum í Hrafnagilshverfi þar sem fylgjast má með límtréseiningum rísa vegna nýrrar leikskólabyggingar. B.Hreiðarsson ehf. nýtir nú góðviðrisdagana og verður gaman að fylgjast með verkinu þar sem hraðar breytingar má sjá á svæðinu á næstu mánuðum.
09.03.2024
Fréttir

Ársreikningur 2023 lagður fram

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 7. mars 2024 var ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2023 lagður fram.
07.03.2024
Fréttir

Arnar Ólafsson ráðinn skipulags- og byggingafulltrúi Eyjafjarðar

Arnar Ólafsson hefur verið ráðinn í starf skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar og tekur við af Vigfúsi Björnssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin sjö ár og lætur af störfum þann 1.maí næstkomandi.
06.03.2024
Fréttir

Fundarboð 628. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 628. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 7. mars 2024 og hefst kl. 08:00. Þar sem frestur til að setja mál á dagskrá 628. fundar sveitarstjórnar 7. mars 2024 er liðinn, þá mun í upphafi fundar verða leitað afbrigða til að taka á dagskrá fundarins málið „Stjórnsýslukæra - kærð er ákvörðun Eyjafjarðarsveitar um að gera eignarland Þormóðsstaða að samnotaafrétt – 2301021. Ef það verður samþykkt þá verður það 11. liður dagskrár.
05.03.2024
Fréttir