Skjólveggur settur upp á vestur- og suðurhliðar sundlaugargarðsins
Starfsfólk eignasjóðs keppist nú við að setja upp skjólvegg á vestur- og suðurhliðar sundlaugargarðsins. Tilgangur framkvæmdanna er að hefta fok á laufi og ýmsum jarðefnum inn á sundlaugarsvæðið og að sama skapi beisla að einhverju leyti vindhviður þangað inn. Þeir Davíð Ágústsson og Hallgrímur Ævarsson voru á vettvangi í morgun að festa járnplötur á girðinguna og virtist farast það verkefni vel úr hendi.
19.12.2024
Fréttir