Fréttayfirlit

Úrgangsmál á Norðurlandi - Staða og framtíð

Miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl 13-16.30 verður blásið til vefráðstefnu um úrgangsmál í breiðum skilningi. Er ráðstefnan lokahnykkurinn á störfum starfshóps Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem hafði til skoðunar framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.
01.04.2020
Fréttir

Eftir sumardaginn fyrsta mega skaflar ekki vera hærri en 1,0 m (Uppfært 2. apríl: Aprílgabb)

Skipulags- og byggingarfulltrúi minnir á að sumardagurinn fyrsti sé fimmtudaginn 23. apríl og boðar að þeir bændur sem á landi sínu láti snjó standa í sköflum 1,0 m háum eða meira eftir þann tíma muni sæta sektum.
01.04.2020
Fréttir

Matvörur heim að dyrum

Ánægjulegt er að geta orðið að liði fyrir þá sem það þarfnast á þessum tímum og er ágætis eftirspurn eftir heimsendingarþjónustu sveitarfélagsins af matvörum. Í dag fór Elmar Sigurgeirsson, forstöðumaður eignasjóðs, og sótti tvær fullar innkaupakerrur í Nettó þar sem sex aðilar höfðu sóst eftir þjónustunni.
31.03.2020
Fréttir

Kotra, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir annan áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir annan áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er rúmir 6 ha að flatarmáli og er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB13. Skipulagssvæðið afmarkast af lóð gistiheimilisins Hafdals hotel í vestri, landamerkjum Ytri-Varðgjár í norðri og skipulagsmörkum fyrri áfanga íbúðarsvæðis ÍB13 í suðri.
30.03.2020
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Eins og staðan er í dag er bókasafnið eingöngu opið á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum frá kl. 16:00-19:00. Þetta getur þó breyst með mjög stuttum fyrirvara og verður þá auglýst á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar: esveit.is.
27.03.2020
Fréttir

Kaffispjall með sveitarstjóra í netheimum

Kæru sveitungar. Í dag klukkan 12:30 - 13:00 verð ég með opið fyrir óformlegt kaffispjall í fjarfundarbúnaði fyrir þá sem áhuga hafa á. Það er um að gera að skrá sig inn ef þið hafið spurningar á þessum sérkennilegu tímum. Sumu hef ég mögulega svar við og eflaust koma upp gagnlegar spurningar eða athugasemdir sem gott er að fá til að vinna úr.
27.03.2020
Fréttir

Krakkarnir í Eyjafjarðarsveit - myndband

Þau þekkjast vel, eru opin og skemmtileg krakkarnir í Eyjafjarðarsveit. Þau eru dugleg að eðlisfari og hugsa vel um náungann enda samfélagsandinn stór hluti af íbúum sveitarfélagsins.
26.03.2020
Fréttir

Vegna heimsendingar á matvörum

Af gefnu tilefni er æskilegt að benda þeim sem stefna á að nýta sér heimsendingu á matvörum á vegum sveitarfélagsins að þriggja daga afgreiðslufrestur er á pöntunum í Nettó þessa dagana vegna mikils álags.
25.03.2020
Fréttir

Sumarstarf - Flokkstjóri vinnuskóla

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar. Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum. Starfstími vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst. Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi. Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2020. Umsóknir sendist á esveit@esveit.is eða í bréfpósti á Eyjafjarðarsveit, Skólatröð 9, 601 Akureyri.
25.03.2020
Fréttir

Laus staða við Hrafnagilsskóla

Hlutastaða kennara í tónmennt, afleysing til eins árs. Óskum eftir að ráða kennara til að leiða tónlistarstarf og kenna tónmennt í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða hlutastöðu.
25.03.2020
Fréttir