Fréttayfirlit

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólann Krummakot.
28.02.2018

Fundarboð 512. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

512. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 1. mars 2018 og hefst kl. 15:00
28.02.2018

Álagning fasteignagjalda

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2018 eru aðgengilegir á island.is. Kröfur hafa verið stofnaðar í heimabanka og eru reikningar aðgengilegir í rafrænum skjölum. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðil fasteignagjalda og/eða greiðsluseðla í pósti hafi samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar með tölvupósti á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600.
27.02.2018

Frestun á sorptöku

Fresta þarf sorptöku á enduvinnsluefni í dag 19. febrúar vegna veðurs, bílar verða sendir af stað á morgun ef veður leyfir.
19.02.2018

Til íbúa Eyjafjarðarsveitar

Kynningarfundur um hugsanlega sameiningu sókna í Laugalandsprestakalli verður haldinn í Félagsborg fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi kl. 20:30. Fundurinn er haldinn í ljósi þess að nokkur umræða hefur verið um þessa hugmynd innan sóknarnefnda prestakallsins. Kynnt verður hvað felst í sameiningu sókna, kostir þess og gallar kynntir og ræddir. Markmið fundarins er að stuðla að umræðu um þetta málefni. Allir velkomnir sem láta sig hag kirkjunnar varða. Gestur fundarins verður sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur á Skinnastað.
16.02.2018

Öskudagurinn 2018

Skrýtnar furðuverur litu við hjá okkur á skrifstofuna í morgun og sungu fyrir smá góðgæti í poka. Þökkum fyrir innlitið.
14.02.2018

Fundarboð 511. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

511. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 13. febrúar 2018 og hefst kl. 12:00. Dagskrá:
12.02.2018

Fundarboð 510. fundar sveitarstjórnar

510. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 8. febrúar 2018 og hefst kl. 15:00.
06.02.2018

Brúnirhorse og Hælið fá styrki

Fimmtudaginn 1. febrúar sl. úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Af þeim 85 verkefnum sem hlutu styrki eru tvö í Eyjafjarðarsveit; Brúnirhorse og Hælið, setur um sögu berklanna.
05.02.2018

Íbúar í Eyjafjarðarsveit

Vegagerðin er í dag, 2. febrúar, að vinna í hálkuvörnum í öllu umdæminu og þar á meðal hjá okkur. Verkið er umfangsmikið og getur tekið tíma að sanda alla leggina, en stefnt að því að ná að klára þetta áður en dagurinn er úti.
02.02.2018