Sunnudaginn 7. september kl. 15:00 leikur Birna Hallgrímsdóttir á flygilinn í Laugarborg efnisskrá með yfirskrifitnni “Ljóð án orða”.
Flutt verða verk eftir Franz Liszt og Edvard Grieg. Fyrir hlé verða leikin ljóð eftir Schubert og Schumann í umritun Liszts, Sonetta 104 er hann samdi við ljóð Petrarca auk umritunar á kvartettinum frá óperunni Rigoletto eftir Verdi. Eftir hlé hljóma verk eftir Edvard Grieg, hans eigin umritun á hans ástsæla sönglagi Jeg elsker dig og ljóðræn píanósónata op. 7 í e moll.
Aðgangur er ókeypis.