Fréttayfirlit

Íbúar í Eyjafjarðarsveit

Vegagerðin er að vinna í hálkuvörnum í öllu umdæminu og þar á meðal hjá okkur. Verkið er umfangsmikið og getur tekið tíma að sanda alla leggina, en stefnt að því að ná að klára þetta áður en dagurinn er úti.
27.01.2018

Atvinna - húsnæði

Laust er til umsóknar starf húsvarðar í félagsheimilinu Freyvangi. Í starfinu felst umsjón með útleigu, þrif og fl. Gerð er krafa um gott viðmót, reglusemi og snyrtimennsku. Húsvörður þarf að vera búsettur í íbúð sem fylgir starfinu. Íbúðin er lítil tveggja herbergja, með stigauppgöngu og hentar vel einstaklingi eða pari. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2018.
24.01.2018

Svavar Örn Hreiðarsson íþróttamaður UMSE 2017

Fimmtudaginn 18. janúar var kjöri Íþróttamanns UMSE lýst á Hótel Natur, Svalbarðsstrandarhreppi. Svavar Örn er knapi úr Hestamannafélaginu Hring. Hann var jafnframt útnefndur hestamaður UMSE 2017 og er einnig íþróttamaður Dalvíkurbyggðar og Hestamannafélagsins Hrings.
23.01.2018

Gleymdir þú að panta þér miða á þorrablótið?

Hafðu samband, við gætum átt lausa miða. Nú fer hver að verða síðastur! Katrín s: 666-2412 Þorrablótsnefndin 2018
23.01.2018

Ályktun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar varðandi aðflug að Akureyrarflugvelli

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókun samþykkt: „Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar tekur undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar og skorar á samgönguyfirvöld og þingmenn kjördæmisins að bregðast við þannig að öruggt aðflug verði tryggt að Akureyrarflugelli úr báðum áttum. Ályktun Ferðamálafélags Eyjafjarðar er efnislega eftirfarandi:
19.01.2018

Óskað eftir starfsmanni í heimaþjónustu

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur góða þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum, er stundvís og heiðarlegur. Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. Til greina kemur að ráða í allt að 60% stöðugildi. Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
18.01.2018

Fundarboð 509. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

509. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 18. janúar 2018 og hefst kl. 15:00
16.01.2018

Hugmyndasamkeppni - samantekt

Sveitarfélagið festi nýlega kaup á skóglendi ofan Hrafnagilshverfis, en áður tilheyri aðeins lítill hluti þess sveitarfélaginu. Á þessu svæði er m.a. Aldísarlundur sem um árabil hefur nýst skólasamfélaginu afar vel. Með stækkun þessa svæðis, ofan Aldísarlundar, opnast ýmsir möguleikar til útivistar, kennslu og leikja bæði fyrir skólasamfélagið og íbúa. Sveitarstjórn hefur áhuga á að ráðast í framkvæmdir á svæðinu sem væru til þess fallnar að auka samveru og útivist íbúanna. Efnt var til hugmyndasamkeppni þar sem leitað var til íbúa sveitarfélagsins um hvernig best væri að nýta svæðið. Fjölmargar hugmyndir bárust og má nálgast samantekt og yfirlit hér.
11.01.2018

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2018

Reglum um íþrótta- og hreyfistyrk var breytt á 183. fundi íþrótta- og tómstundanefndar þannig að styrkurinn heitir nú íþrótta- og tómstundastyrkur og tekur því einnig til tómstunda barna á aldrinum 6-17 ára. Breytingin tekur gildi frá 1.1.2018. Jafnframt var styrkurinn fyrir árið 2018 hækkaður í 15.000 kr.
05.01.2018

Krókódíll í Krummakot

Í desember sl. var settur krókódíll við leikskólann Krummakot. Verið er að vinna í að endurnýja hluta af leiktækjum á leikskólalóðinni. Meðfylgjandi eru myndir af því þegar krókódíllinn var settur niður.
03.01.2018