Hugum að smitvörnum
Því miður hafa verið að koma upp hópsmit af Covid-19 undanfarna daga sem rekja má til mannfagnaða og hafa yfirvöld áhyggjur af þeirri þróun.
Stórar ferðamannahelgar eru framundan og því mikilvægt að við hugum öll að smitvörnum en gleymum okkur ekki þó sól sé nú hátt á lofti. Hver og einn verður að gæta að sér og fara eftir tilmælum landlæknis hverju sinni.
Við þurfum því miður að hafa í huga að veiran er enn virk í samfélaginu og á auðvelt með að dreifa sér sé slakað á vörnum gegn henni.
Njótum sumarsins en gleymum ekki að verja okkur gagnvart smiti.
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
01.07.2020
Fréttir