Fréttayfirlit

Ungmennafélagið Samherjar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 50% stöðu

Framkvæmdastjóri vinnur eftir ákvörðun stjórnar Umf. Samherja hverju sinni og kemur þeim verkefnum sem stjórn samþykkir í framkvæmd. Hann hefur jafnframt yfirumsjón með starfi félagsins. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með því að gerast aðalþjálfari í einum eða fleiri flokkum í starfinu. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni okkar www.samherjar.is en einnig er hægt að hafa samband við Svanhildi Ósk Ketilsdóttur, formann Umf. Samherja, í síma 864-3085 á milli kl. 10:00-13:00 á daginn fyrir nánari upplýsingar. Umsóknir sendist á netfangið samherjar@samherjar.is - Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
25.02.2025
Fréttir

Fundarboð 649. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 649. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 26. febrúar 2025 og hefst kl. 08:00.
24.02.2025
Fréttir

Bókasafnið er lokað vegna vetrarleyfis 5.-7. mars

Bókasafnið er lokað vegna vetrarleyfis: miðvikudaginn, fimmtudaginn og föstudaginn 5.-7. mars. Safnið opnar aftur þriðjudaginn 11. mars og þá er opið eins og venjulega: Þriðjudaga kl. 14.00-17.00 Miðvikudaga kl. 14.00-17.00 Fimmtudaga kl. 14.00-18.00 Föstudaga kl. 14.00-16.00
21.02.2025
Fréttir

Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls

Tilboð óskast í hirðingu kirkjugarðanna sumarið 2025. Í því felst að slá eftir þörfum (allt að 6 sinnum á sumri) og fjarlægja gras úr kirkjugörðunum á Grund, í Saurbæ, í Hólum, á Möðruvöllum, á Munkaþverá og í Kaupangi. Auk þessa sláttur undan girðingu og í næsta umhverfi 1-2 sinnum á sumri. Tilboð skulu berast fyrir 1. mars n.k. á netfangið hjorthar@mi.is  Nánari upplýsingar veitir Hjörtur í síma 894-0283. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórn Kirkjugarða Laugalandsprestakalls.
17.02.2025
Fréttir

HMS kortleggur eignarhald og afmörkun jarða

Húsnæðis og Mannvirkjastofnun (HMS) vinnur að því að leggja fram hintsetta landeignaskrá með tilvísun í þinglýst eignarhald og raunverulega eigendur ef um lögaðila er að ræða. Verkefnið er nú komið vel á veg og hafa eignamörk um 1.720 jarða á Norðurlandi verið áætluð og bréf þess efnis sent á um 3.900 landeigendur. Þessir aðilar geta nú kynnt sér áætlunina í vefsjá landeignaskrár og hafa svo sex vikur til að bregðast við og senda HMS athugasemdir um áætlaða legu einstakra eignamarka.
12.02.2025
Fréttir

Fundarboð 647. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 647. fundur verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 08:00. Dagskrá:
11.02.2025
Fréttir

Ný viðbygging við Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöð styrkir menntun og lífsgæði

Í dag var skrifað undir samning við B. Hreiðarsson ehf. um áframhaldandi uppbyggingu viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöðina í Eyjafjarðarsveit. Framkvæmdin styður við metnaðarfulla uppbyggingu innviða fyrir menntun, heilsu og samveru, þar sem markmiðið er að skapa örvandi og sveigjanlegt náms- og heilsuumhverfi sem nýtist öllum aldurshópum.
06.02.2025
Fréttir

Álagning sorphirðugjalda breytist

Frá og með áramótum breyttist gjaldskrá sorphirðugjalda og verður því með öðruvísi sniði heldur en hefur verið undanfarin ár. Gjaldtakan byggir á meginreglunni um „borgað þegar hent er“ (BÞHE), í samræmi við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi (2023) og ákvæði laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs en vegna þeirra þurfti að breyta samsetningu gjaldskrárinnar og hefja gjaldtöku á gámasvæði/söfnunarstöð sveitarfélagsins.
06.02.2025
Fréttir

VILTU VERÐA HLUTI AF SUMRINU Í EYJAFJARÐARSVEIT?

Við leitum að tveimur lífsglöðum tjaldvörðum til að gera sumarið enn betra á tjaldsvæðinu okkar!
06.02.2025
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar opin í dag 6. febrúar milli kl. 16 og 22

Veðurspá gerir ráð fyrir því að veðrið verði að mestu gengið niður seinni partinn í dag og því opnar Íþróttamiðstöðin kl. 16 og verður opin til kl. 22.
06.02.2025
Fréttir