Fréttayfirlit

Norrænir handverksdagar 4.- 7.ágúst

Norræna félagið á Akureyri stendur fyrir Norrænum handverksdögum í vikunni fyrir hina árlegu handverkshátíð við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Um er að ræða fjóra námskeiðsdaga þar sem hægt er að velja mismunandi námskeið. Áhersla verður lögð á notkun gamalla handverksaðferða í nýjum búningi. Að þessu sinni hefur Norræna félagið fengið 4 kennara til liðs við sig, alla tengda Skals Håndarbejdsskole í Danmörku. Þeir eru:
Björk Ottósdóttir Dietrichson, kennari á Skals.
Jytte Marie Kodal, kennari á Skals.
Inge-Marie Regnar, kennari og eigandi fyrirtækisins Filteriet.
Helga Jóna Þórunnardóttir, kennari og eigandi verslunarinnar Nálarinnar í Reykjavík.
Félagsmenn Norræna félagsins fá 3000 kr. afslátt af fyrsta námskeiðinu og
1000 kr. afslátt af hverju námskeiði sem tekið er þátt í eftir það.
Notið tækifærið og skráið ykkur í Norræna félagið!!!
Einnig má benda á að sum verkalýðsfélög niðurgreiða námskeið af þessu
tagi. Sjá nánar á www.listalind.is

29.04.2008

Tækjamót Dalbjargar í Jökuldal

Helgina 25-26 apríl hélt Hjálparsveitin Dalbjörg Tækjamót Landsbjargar í Jökuldal. Mæting var í Jökuldal á föstudagskvöldið en þar biðu skálarnir heitir eftir gestunum.
Klukkan 10 á laugardagsmorgun var brottför og var stefnan tekin meðfram Hofsjökli inn að miðju Íslands við Illviðrahnjúka.
28.04.2008

Heimildarmynd um Sverri Hermannsson, safnara

Kvikmynd Gísla Sigurgeirssonar um safnarann og húsasmíðameistarann Sverri Hermannsson, líf hans og starf, verður sýnd á Smámunasafninu 3. maí n. k.
Sýning myndarinnar hefst kl. 11 og tekur um 40 mínútur. Hún mun svo rúlla á heila tímanum fram eftir degi.
25.04.2008

Uppskera og handverk 2008

Hátíðin Uppskera og handverk 2008 verður haldin í og við Hrafnagilsskóla dagana 8-10. ágúst n. k. Sigurlína Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sýningarinnar í ár. Sigurlína er búsett í Finnlandi en hún kemur til landsins þann 1. maí n k. 

Hægt er að fylgjast með framvindu mála á síðunni http://www.handverkshatid.is/ 

22.04.2008

Frá Sundlaug Hrafnagilsskóla

Fimmtudaginn 24. apríl, sumardaginn fyrsta, verður  opnunartími Sundlaugar Hrafnagilsskóla kl. 6:30-21:30.
21.04.2008

Gatnagerð Reykárhverfi 4

Föstudaginn 18. apríl 2008, kl. 10:00, voru á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar opnuð tilboð í verkið Reykárhverfi 4 - gatnagerð lagnir, samkvæmt tilboðsgögnum sem unnin voru af Verkfræðistofu Norðurlands í apríl 2008.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Tilboðsgjafi Tilboð % af áætlun
Eiríkur Rafnsson 26.600.000 128,52%
G. Hjálmarsson ehf. 26.300.000 127,07%
G.V. Gröfur hf. 19.857.000 95,94%
Finnur ehf 23.503.658 113,56%

Kostnaðaráætlun 20.697.500 100,00%

Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist á næstu dögum.

18.04.2008

Fundir um þjóðlendumál.

Fimmtudaginn 17. apríl 2008 voru haldnir tveir fundir um þjóðlendurkröfur fjármálaráðherra í  landeignir á syðri hluta svæðis  7 en innan þess svæðis fellur innsti hlut Skagafjarðar, Hörgárbyggðar, Glerárdalur og Eyjafjarðarsveit.

18.04.2008

Tækjamót Dalbjargar 2008

Hjálparsveitin Dalbjörg býður til Tækjamóts laugardaginn 26. apríl. Tækjamótið verður haldið að þessu sinni í Nýjadal og verður farið um næsta nágreni norðan við.
16.04.2008

Fundir um þjóðlendukröfur

Með vísan til kynningar í síðasta Auglýsingablaði er hér með auglýstur fundur um þjóðlendukröfur fjármálaráðherra fimmtudaginn 17. apríl n. k. í Hlíðarbæ kl. 13:30 og í Freyvangi kl. 20:30.

Dagskrá.
1. Fulltrúar úr stjórn Landssamtaka landeigenda gera grein fyrir aðkomu félagsins að áður birtum kröfum og fjalla sérstaklega um kröfur um þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi, syðri hluta, sem Eyjafjarðarsýslu tilheyrir.

2. Lögfræðingar lýsa afstöðu sinni og bjóða þjónustu.
10.04.2008