Fréttayfirlit

FUNDARBOÐ 463. fundar sveitarstjórnar

463. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 6. maí 2015 og hefst kl. 15:00
30.04.2015

Sumardagurinn fyrsti í Eyjafjarðarsveit

Fjölbreytt dagskrá í boði víðsvegar um sveitina. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Komdu og njóttu sumardagsins fyrsta með okkur í Eyjafjarðarsveit.
21.04.2015

Starfsfólk óskast

Heimaþjónusta Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsfólki í heimaþjónustu. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum nokkrar klukkustundir á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í s. 463-0600 eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is. Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
21.04.2015

Vinnuskólinn - umsóknarfrestur til 4. maí

Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1999, 2000 og 2001 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Starfið hefst 8. júní. Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 4. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími. Upplýsingar um vinnutíma og laun verða birt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar þegar nær dregur. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
21.04.2015

Innritun í Tónlistarskóla Eyjafjarðar fyrir skólaárið 2015–2016

Frestur til að innrita hefur verið framlengt til 1. maí og fer hún fram á heimasíðu skólans. Núvernadi nemendur sem ætla að halda áfram þurfa einnig að skrá sig. Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma skólans 464-8110 eða í farsíma skólastjóra 868-3795.
21.04.2015

Smámunasafn Sverris Hermannssonar - Eyfirski Safnadagurinn

Smámunasafnið er opið á sumardaginn fyrsta, 23. apríl frá kl. 11:00 – 17:00. Safnið er ekki minjasafn, landbúnaðarsafn, verkfærasafn, búsáhaldasafn, naglasafn, járnsmíðasafn eða lyklasafn heldur allt þetta og meira til. Sýning er í anddyrinu á munum sem unnir hafa verið af vinnuhópi kringum altarisklæðið frá Miklagarði. Sýningin er styrkt af Menningarráði Eyþings og Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
17.04.2015

Vortónleikar

Hinir árlegu vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða haldnir í Glerárkirkju fimmtudaginn 30. apríl og tónlistarhúsinu Laugarborg föstudaginn 1. maí. kl.20:30. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Stjórnandi: Petra Björk Pálsdóttir.
17.04.2015

Skipulagslýsing fyrir Syðra-Laugaland efra

Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Syðra Laugaland efra, þar sem gert er ráð fyrir smáhýsum til gistingar fyrir ferðamenn. Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og er einnig aðgengileg hér fyrir neðan. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 eða á netfangið: esveit@esveit.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari. 16. apríl 2015 Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar
16.04.2015

Fögnum sumri með söng - tónleikar í Laugarborg

Kirkjukór Laugalandsprestakalls heldur sumarmálatónleika sína í Laugarborg að kvöldi síðasta vetrardags, 22. apríl, kl. 20:30. Á tónleikunum flytur kórinn úrval erlendra og innlendra laga, m.a. eftir Händel, Carl Orff, Gunnar Þórðarson, Gylfa Ægisson, Jóhann Helgason og Trúbrot. Einsöngur: Birgir H. Arason Tvísöngur: María Gunnarsdóttir og Sigríður Hrefna Pálsdóttir Saxófónleikarar: Deborah Robinson og Sigríður Hrefna Pálsdóttir Stjórnandi og píanóleikari er Daníel Þorsteinsson. Miðaverð kr. 2000, frítt fyrir börn. (ath. ekki posi á staðnum) Kaffiveitingar í hléi. Stjórnin
16.04.2015

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum í Landsmótssjóð UMSE

Fyrri úthlutun ársins 2015 fer fram 1. júní n.k. Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE svo sem: Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE. Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins. Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.
13.04.2015