Fréttayfirlit

Hugið vel að verðmætum - þjófar á ferð

Kæru íbúar rétt í þessu fékk ég hringingu frá aðila með sumarhús við Hestvatn inn við Leyningshóla. Hafði þar verið brotist inn og töluverðum verðmætum stolið bæði stórum og smáum. Ljóst er að þjófagengi er hér á ferð og mikilvægt að allir fylgist vel með. Tilkynnið endilega beint til lögreglu ef þið sjáið grunsamlegar mannaferðir á svæðinu, hjálpumst að við að losa okkur við óæskilega heimsókn sem þessa.
01.07.2021
Fréttir

Kroppur, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagslýsingar vegna aðal- og deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði ÍB8

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 16. júní sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og deiliskipulags fyrir fyrsta áfanga íbúðarhverfis í landi Kropps (Ölduhverfi) í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
01.07.2021
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar

Leifsstaðir 2, Eyjafjarðarsveit – auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir gistiþjónustu í landi Leifsstaða 2 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
01.07.2021
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Björk, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
01.07.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Hrafnagilsskóli, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu fyrir nýjan leikskóla

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir nýjan leikskóla á lóð Hrafnagilsskóla skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
01.07.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Eyjafjarðarsveit

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 19. júlí til og með 30. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615. Auglýsingablaðið. Síðasta blaði fyrir sumarlokun skrifstofu verður dreift fimmtudaginn 15. júlí. Næsta auglýsingablað eftir sumarlokun kemur út fimmtudaginn 5. ágúst. Skilafrestur auglýsinga er á þriðjudögum fyrir kl. 10:00.
29.06.2021
Fréttir

Hjólreiðahátíð Greifans verður haldin 24. júlí til 1. ágúst 2021

Hjólreiðahátíð Greifans verður haldin 24. júlí til 1. ágúst 2021. 24. júlí -25. júlí: Enduro Akureyri. Tveggja daga viðburður í fyrsta sinn og undankeppni Enduro World Series. 27. júlí: Götuhjólreiðar - Criterium 28. júlí: Fjallahjólreiðar - Barna og unglingamót 28. júlí: Slopestyle 29. júlí: Götuhjólreiðar - RR 30. júlí: Fjallabrun/Downhill 31. júlí: Fjallahjólreiðar XCO 1. ágúst: Götuhjólreiðar - Tímataka (Miðbraut - Smámunsafn - Miðbraut), ræst kl. 10:00 - lokið ca. kl. 12:00 Helstu tengiliðir 1. ágúst: Framkvæmdastjóri Hjólreiðahátíðar, ábyrgðarmaður og öryggisfulltrúi: Árni F. Sigurðsson, 865-4195, formadur@hfa.is Mótsstjóri: Sunna Axelsdóttir, 649-5565, gjaldkeri@hfa.is Hjólreiðafélag Akureyrar; https://www.hfa.is/
29.06.2021
Fréttir

Ærslabelgur kominn í Hrafnagilshverfi

Í dag var vígður nýr ærslabelgur í Hrafnagilshverfi þar sem börn og fullorðnir geta komið saman í leik. Er þetta liður í Heilsueflandi sveitarfélagi og styður jafnt við íbúa sem og ferðalanga enda staðsett skemmtilega í návígi skóla og tjaldsvæðis.
25.06.2021
Fréttir

Kæru foreldrar

Krummakot vill minna ykkur á að sækja þarf tímalega um pláss í skólann. Plássin eru þéttsetin og því gott að fá upplýsingar um börnin sem fyrst varðandi næsta skólaár. Umsókn um dvöl á leikskólanum Krummakoti; http://krummakot.leikskolinn.is/Upplysingar/Leikskolaumsokn Kveðja frá öllum á Krummakoti.
18.06.2021
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara/leiðbeinanda. Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólanum Krummakoti. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 68 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. • Framúrskarandi samskiptahæfileikar. • Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. • Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
18.06.2021
Fréttir